Innlent

Yfirgaf bílinn án þess að borga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla afskipti af fjölda ökumanna sem óku ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Lögregla afskipti af fjölda ökumanna sem óku ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Vísir/Hari
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi afskipti af manni við Hverfisgötu. Hafði hann komið í leigubíl úr Breiðholti en yfirgefið bílinn án þess að greiða fyrir aksturinn.

Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu en í dagbók lögreglu kemur fram að hann var í annarlegu ástandi.

Þá hafði lögregla afskipti af fjölda ökumanna sem óku ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Alls voru sex ökumenn handteknir á leið úr miðborginni í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður eftir að hann ók bíl sínum yfir gatnamót á rauðu ljósi. Er hann grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. 17 ára gömul stúlka var einnig stöðvuð vegna gruns um ölvunarakstur. Þar sem hún er undir átján ára aldri var forráðamanni tilkynnt um afskiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×