Erlent

Fundu fjöldagröf við munaðarleysingjahæli á Írlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Munaðarleysingjarhælið fyrrverandi er staðsett í Galway-sýslu í vesturhluta Írlands
Munaðarleysingjarhælið fyrrverandi er staðsett í Galway-sýslu í vesturhluta Írlands Vísir
Tæknideild lögreglu á Írlandi hefur fundið fjöldagröf þar sem finna má jarðneskar leifar barna við húsnæði þar sem áður var rekið munaðarleysingjahæli af kaþólsku kirkjunni. Talið er að flest líkin hafi verið grafin þar á sjötta áratug síðustu aldar. Fréttastofa AP greinir frá.

Sérstök rannsóknarnefnd hefur verið að störfum á staðnum frá því í nóvember eftir rannsóknir sagnfræðingsins Catherine Corless sem rannsakaði dánarvottorð 800 barna sem dóu á munaðarleysingjaheimilinu. Grunsemdir vöknuðu eftir að Corless gat aðeins fundið staðfestingu á greftrun eins barns af þeim 800 sem um ræðir. 

Munaðarleysingjarhælið fyrrverandi er staðsett í Galway-sýslu í vesturhluta Írlands en lokaði árið 1961. Veitti það munaðarleysingjum og ógiftum konum og börnum þeirra hæli áður en það lokaði árið 1961.

Við rannsókn nefndarinnar fannst neðanjarðarhvelfing sem skipt var í tuttugu rými þar sem „umtalsvert magn jarðneskra leifa“ fannst. DNA-rannsóknir hafa staðfest að börnin sem grafin voru í fjöldagröfinni voru á aldrinum 35 vikna til þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×