Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tíu milljarða niðurskurður

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um tíu milljarða króna niðurskurð í samgöngumálum.

Samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, hefur viðrað hugmyndir um vegatolla sem landsmenn virðast langflestir andsnúnir miðað við könnun á heimasíðu FÍB.

Við ræðum vegatolla, sem samgönguráðherra segist ekki ætla í pólítískan slag vegna, niðurskurð samgönguáætlunar, hvort ferðaþjónustan eigi að koma að uppbyggingu veganna í landinu og förum yfir það hvaða verkefnum verður fórnað.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×