Fékk fullt af jákvæðum svörum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2017 06:00 „Þetta var mestmegnis jákvætt. Þetta var nokkuð kaflaskiptur leikur en mér fannst við spila seinni hálfleikinn mjög vel þegar við gátum farið aftur að pressa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í Portúgal í gærkvöldi. „Það var erfiður 20 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem við þurftum að fara í lágpressu. Það nýttist samt vel, við þurftum að æfa þær færslur og getum lært hvernig maður heldur í boltann þegar þú vinnur boltann í lágpressu. Við vorum í smá vandræðum með það. Ég fékk fullt af jákvæðum svörum og nokkrar einstaklingsframmistöður litu út fyrir að vera mjög góðar.“ Byrjunin á leiknum var ekki gæfuleg hjá íslenska liðinu því strax á 4. mínútu kom Ada Hegerberg, besta knattspyrnukona Evrópu í fyrra, Noregi yfir. En íslensku stelpurnar sýndu mikinn styrk og aðeins fjórum mínútum eftir mark Hegerbergs var staðan orðin jöfn, 1-1. Elín Metta Jensen fór þá illa með varnarmann Noregs og sendi fyrir á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skoraði af stuttu færi. Þetta var sjötta landsliðsmark Gunnhildar en hún heldur áfram að sanna mikilvægi sitt fyrir íslenska liðið. „Þær skoruðu gott mark en við vorum búnar að tala um að þetta væri þeirra leikur; þetta battaspil eftir langan bolta. Og þegar boltinn dettur svona fyrir besta framherja í heiminum klárar hún það,“ sagði Freyr um mark norska liðsins. „Eftir markið stigu leiðtogarnir upp og stöppuðu stálinu í liðið og við fórum bara af stað. Við áttum góða sókn og svo góða sókn sem skilaði marki. Það var mjög jákvætt. Þetta var frábært mark; mjög sterkt einstaklingsframtak hjá Elínu og frábært hlaup inn í teiginn og vel klárað hjá Gunnhildi.“ Freyr stillti upp nokkuð ungu og óreyndu byrjunarliði í leiknum í gær. Meðal þeirra sem fékk tækifærið var Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir sem lék aðeins sinn annan landsleik í gær. Landsliðsþjálfarinn kvaðst ánægður með frammistöðu hennar. „Mér fannst hún heilt yfir standa sig með glæsibrag. Hún var hrikalega öflug í návígi, bæði á grasinu og í loftinu, og las hinn svokallaða seinni bolta mjög vel. Hún hefði oft á köflum getað gert betur með boltann en það kemur þegar hún finnur betri takt með liðinu. Hún má vera stolt af sinni frammistöðu,“ sagði Freyr um Sigríði Láru sem var hluti af líkamlega sterkri miðju, „sláttuvélarmiðju“ eins og landsliðsþjálfarinn komst að orði fyrir leik. „Ég held það hafi virkað vel. Það sem klikkaði í fyrri hálfleik var áherslan mín í hápressu. Ég hefði viljað að leikmennirnir hefðu lesið það og leyst sjálfar en við löguðum það í hálfleik. Það var ekki miðjunni að kenna að við náðum ekki að hápressa, það var útfærslan mín,“ sagði Freyr. Það eina sem skyggði á fína frammistöðu íslenska liðsins í gær voru meiðsli Söndru Maríu Jessen. Akureyringurinn lenti í samstuði eftir um 20 mínútna leik og var hún í kjölfarið borin sárþjáð af velli. Aðspurður sagðist Freyr ekki vita hvers eðlis meiðslin væru en þetta hefði ekki litið vel út. Næsti leikur Íslands er gegn Japan á morgun. Fótbolti Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Vökvunarkerfið fór í gang á meðan leik Íslands og Noregs stóð | Myndband Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 20:07 Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. 1. mars 2017 21:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
„Þetta var mestmegnis jákvætt. Þetta var nokkuð kaflaskiptur leikur en mér fannst við spila seinni hálfleikinn mjög vel þegar við gátum farið aftur að pressa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í Portúgal í gærkvöldi. „Það var erfiður 20 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem við þurftum að fara í lágpressu. Það nýttist samt vel, við þurftum að æfa þær færslur og getum lært hvernig maður heldur í boltann þegar þú vinnur boltann í lágpressu. Við vorum í smá vandræðum með það. Ég fékk fullt af jákvæðum svörum og nokkrar einstaklingsframmistöður litu út fyrir að vera mjög góðar.“ Byrjunin á leiknum var ekki gæfuleg hjá íslenska liðinu því strax á 4. mínútu kom Ada Hegerberg, besta knattspyrnukona Evrópu í fyrra, Noregi yfir. En íslensku stelpurnar sýndu mikinn styrk og aðeins fjórum mínútum eftir mark Hegerbergs var staðan orðin jöfn, 1-1. Elín Metta Jensen fór þá illa með varnarmann Noregs og sendi fyrir á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skoraði af stuttu færi. Þetta var sjötta landsliðsmark Gunnhildar en hún heldur áfram að sanna mikilvægi sitt fyrir íslenska liðið. „Þær skoruðu gott mark en við vorum búnar að tala um að þetta væri þeirra leikur; þetta battaspil eftir langan bolta. Og þegar boltinn dettur svona fyrir besta framherja í heiminum klárar hún það,“ sagði Freyr um mark norska liðsins. „Eftir markið stigu leiðtogarnir upp og stöppuðu stálinu í liðið og við fórum bara af stað. Við áttum góða sókn og svo góða sókn sem skilaði marki. Það var mjög jákvætt. Þetta var frábært mark; mjög sterkt einstaklingsframtak hjá Elínu og frábært hlaup inn í teiginn og vel klárað hjá Gunnhildi.“ Freyr stillti upp nokkuð ungu og óreyndu byrjunarliði í leiknum í gær. Meðal þeirra sem fékk tækifærið var Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir sem lék aðeins sinn annan landsleik í gær. Landsliðsþjálfarinn kvaðst ánægður með frammistöðu hennar. „Mér fannst hún heilt yfir standa sig með glæsibrag. Hún var hrikalega öflug í návígi, bæði á grasinu og í loftinu, og las hinn svokallaða seinni bolta mjög vel. Hún hefði oft á köflum getað gert betur með boltann en það kemur þegar hún finnur betri takt með liðinu. Hún má vera stolt af sinni frammistöðu,“ sagði Freyr um Sigríði Láru sem var hluti af líkamlega sterkri miðju, „sláttuvélarmiðju“ eins og landsliðsþjálfarinn komst að orði fyrir leik. „Ég held það hafi virkað vel. Það sem klikkaði í fyrri hálfleik var áherslan mín í hápressu. Ég hefði viljað að leikmennirnir hefðu lesið það og leyst sjálfar en við löguðum það í hálfleik. Það var ekki miðjunni að kenna að við náðum ekki að hápressa, það var útfærslan mín,“ sagði Freyr. Það eina sem skyggði á fína frammistöðu íslenska liðsins í gær voru meiðsli Söndru Maríu Jessen. Akureyringurinn lenti í samstuði eftir um 20 mínútna leik og var hún í kjölfarið borin sárþjáð af velli. Aðspurður sagðist Freyr ekki vita hvers eðlis meiðslin væru en þetta hefði ekki litið vel út. Næsti leikur Íslands er gegn Japan á morgun.
Fótbolti Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Vökvunarkerfið fór í gang á meðan leik Íslands og Noregs stóð | Myndband Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 20:07 Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. 1. mars 2017 21:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00
Vökvunarkerfið fór í gang á meðan leik Íslands og Noregs stóð | Myndband Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 20:07
Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. 1. mars 2017 21:00
Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17