Sebastian: Get skilið við félagið á betri stað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2017 13:42 Sebastian Alexandersson, fyrrum þjálfari Selfoss. Vísir/Anton Sebastian Alexandersson hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að honum var nýverið sagt upp störfum sem þjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss. Sebastian var þjálfari kvennaliðs félagsins sem situr í næstneðsta sæti Olísdeildar kvenna. Liðið komst þó undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna þar sem Selfyssingar máttu þola tap fyrir Stjörnunni. Hann segist stoltur af sínum störfum en hann lætur formlega af störfum í dag eftir tæplega fjórtán ára starf. „Það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess,“ segir í yfirlýsingu hans sem má lesa alla hér fyrir neðan. „Í maí 2003 hóf ég störf hjá Handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur. Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara. Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003-2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess. Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur. Virðingafyllst Sebastian“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15 Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Sebastian Alexandersson hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að honum var nýverið sagt upp störfum sem þjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss. Sebastian var þjálfari kvennaliðs félagsins sem situr í næstneðsta sæti Olísdeildar kvenna. Liðið komst þó undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna þar sem Selfyssingar máttu þola tap fyrir Stjörnunni. Hann segist stoltur af sínum störfum en hann lætur formlega af störfum í dag eftir tæplega fjórtán ára starf. „Það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess,“ segir í yfirlýsingu hans sem má lesa alla hér fyrir neðan. „Í maí 2003 hóf ég störf hjá Handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur. Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara. Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003-2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess. Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur. Virðingafyllst Sebastian“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15 Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15
Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða