Ótrúlegur dagur fyrir Viðar sem var líka kosinn sá besti í Ísrael Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2017 20:02 Viðar Örn Kjartansson. vísir/afp Föstudagurinn 17. mars er ótrúlegur dagur fyrir íslenska landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson en það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum Selfyssinginn í dag eftir að fréttist af því að hann hafi komið til móts við landsliðið í nóvember síðastliðinn undir áhrifum áfengis. Viðar Örn Kjartansson var valinn í dag í íslenska landsliðshópinn sem mætir Kósóvo eftir viku. Það vantar marga framherja í liðið og Viðar Örn er heitasti framherji liðsins enda búinn að raða inn mörkum í ísraelsku deildinni. Viðar Örn tjáði sig um málið í kvöld þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínum og viðurkenndi að hann að hann hafi verið barnalegur og gert mistök. Hann segist þó hafa verið löngu hættur að drekka áður en hann mætti til móts við landsliðið. Það voru hinsvegar líka mjög góðir hlutir að gerast hjá Viðar í dag auk þess að vera valinn í íslenska landsliðshópinn. Viðar hefur farið á kostum í ísraelsku deildinni og gott dæmi um það er að lesendur One í Ísrael hafa valið íslenska landsliðsmanninn besta leikmann deildarkeppninnar. 70 þúsund manns tóku þátt í kosningunni og fékk Viðar Örn 27 þúsund atkvæði eða um 39 prósent. Viðar hafði betur í baráttunni við Ísraelsmanninn Itay Shechter sem spilar með Beitar Jerusalem. Anthony Nwakaeme hjá Hapoel Be'er Sheva varð þriðji í kjörinu og fjórði var liðsfélagi hans Maor Buzaglo. Viðar Örn Kjartansson skoraði 15 mörk í 24 leikjum í deildarkeppninni og er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar. Anthony Nwakaeme var næstmarkahæstur með ellefu mörk þannig að Viðar er með fjögurra marka forskot á hann. Viðar Örn skoraði ekki í síðustu tveimur deildarleikjunum sínum en hann hafði fram að því skorað 9 mörk í 8 leikjum þar á undan. Vidar Kjartansson voted best player of the regular season in the Israeli premier league https://t.co/Ccv2e9OYZ7— IsraelFooty (@IsraelFooty5) March 17, 2017 Fótbolti Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Föstudagurinn 17. mars er ótrúlegur dagur fyrir íslenska landsliðsmanninn Viðar Örn Kjartansson en það hefur verið mikið fjaðrafok í kringum Selfyssinginn í dag eftir að fréttist af því að hann hafi komið til móts við landsliðið í nóvember síðastliðinn undir áhrifum áfengis. Viðar Örn Kjartansson var valinn í dag í íslenska landsliðshópinn sem mætir Kósóvo eftir viku. Það vantar marga framherja í liðið og Viðar Örn er heitasti framherji liðsins enda búinn að raða inn mörkum í ísraelsku deildinni. Viðar Örn tjáði sig um málið í kvöld þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínum og viðurkenndi að hann að hann hafi verið barnalegur og gert mistök. Hann segist þó hafa verið löngu hættur að drekka áður en hann mætti til móts við landsliðið. Það voru hinsvegar líka mjög góðir hlutir að gerast hjá Viðar í dag auk þess að vera valinn í íslenska landsliðshópinn. Viðar hefur farið á kostum í ísraelsku deildinni og gott dæmi um það er að lesendur One í Ísrael hafa valið íslenska landsliðsmanninn besta leikmann deildarkeppninnar. 70 þúsund manns tóku þátt í kosningunni og fékk Viðar Örn 27 þúsund atkvæði eða um 39 prósent. Viðar hafði betur í baráttunni við Ísraelsmanninn Itay Shechter sem spilar með Beitar Jerusalem. Anthony Nwakaeme hjá Hapoel Be'er Sheva varð þriðji í kjörinu og fjórði var liðsfélagi hans Maor Buzaglo. Viðar Örn Kjartansson skoraði 15 mörk í 24 leikjum í deildarkeppninni og er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar. Anthony Nwakaeme var næstmarkahæstur með ellefu mörk þannig að Viðar er með fjögurra marka forskot á hann. Viðar Örn skoraði ekki í síðustu tveimur deildarleikjunum sínum en hann hafði fram að því skorað 9 mörk í 8 leikjum þar á undan. Vidar Kjartansson voted best player of the regular season in the Israeli premier league https://t.co/Ccv2e9OYZ7— IsraelFooty (@IsraelFooty5) March 17, 2017
Fótbolti Tengdar fréttir Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14 Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. 17. mars 2017 11:14
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Íslenskum landsliðsmönnum neitað um bjór í Króatíu Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var spurður út í það á blaðamannafundi landsliðsins í dag hvort leikmenn hefðu verið gripnir við áfengisneyslu á hóteli í landsliðsverkefni á síðasta ári. 17. mars 2017 14:19
Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40