Brandon Thatch þótti spennandi bardagamaður í UFC áður en Gunnar Nelson slökkti á honum sumarið 2015.
Þá var Thatch búinn að vinna ellefu bardaga og tapa tveimur. Gunnar kláraði hann með stæl í fyrstu lotu og Thatch hefur ekki séð til sólar síðan.
Hann er búinn að tapa fjórum bardögum í röð og allir bardagarnir hafa tapast á uppgjafartaki.
Nú hefur UFC misst alla trú á þessum 31 árs gamla Bandaríkjamanni sem er ekki lengur á lista hjá sambandinu.
Gunnar er aftur á móti í níunda sæti á veltivigtarlistanum og berst gegn Alan Jouban á laugardaginn eins og alþjóð veit.
