Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2017 18:21 Bæjarstjórnin lýsir yfir vilja til að bæta hafnaraðstöðu á Akranesi fyrir HB Granda. Vísir/GVA Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöðu og óskar eftir að HB Grandi fresti áformum sínum um að loka botnfiskvinnslu í bænum um mánuð til að kanna kostina í stöðunni. HB Grandi hyggst láta af botnfiskvinnslu sinni á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum 93 starfsmönnum vinnslunnar verði sagt upp um mánaðamótin. Forsvarsmenn fyrirtækisins vísa til styrkingar krónunnar sem meginástæðu samdráttar í starfsemi þess. Á fundi sínum síðdegis í dag samþykkti bæjarstjórn Akraness viljayfirlýsingu til stjórnar HB Granda vegna uppbyggingar í bænum. Vill bæjarstjórnin ná samkomulagi við fyrirtækið og Faxaflóahafnir um gerð landfyllingar og nauðsynlegar endurbætur á hafnaraðstöðu við Akraneshöfn til að unnt sé að koma áformum HB Granda um uppbyggingu þar frá árunum 2007 og 2014 til framkvæmda. Leggur bæjarstjórnin fram fjórar tillögur að útfærslu á þessum framkvæmdum. Á meðal þeirra er 40.000 fermetra landfylling þar sem hægt væri að koma fyrir lóðum fyrir starfsemi HB Granda. Með þessu vonast bæjarstjórnin til þess að stjórn HB Granda fresti áformum sínum um lokun vinnslunnar um mánuð og endurskoði þau í ljósi viljayfirlýsingarinnar. „Með þessu gefst bæjarstjóra og forstjóra HB Granda svigrúm til að skoða til hlítar aðra þá kosti sem eru í stöðunni, bæjarfélaginu og fyrirtækinu til heilla. Samofin saga HB Granda og Akraneskaupstaðar er of mikilvæg og verðmæt til að henni verði kollvarpað í einu vetfangi. Því ber aðilum skylda til að leita allra leiða til farsællrar lausnar,“ segir í viljayfirlýsingunni. Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17 HB Grandi áformar að hætta botnfisksvinnslu á Akranesi 27. mars 2017 20:08 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöðu og óskar eftir að HB Grandi fresti áformum sínum um að loka botnfiskvinnslu í bænum um mánuð til að kanna kostina í stöðunni. HB Grandi hyggst láta af botnfiskvinnslu sinni á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum 93 starfsmönnum vinnslunnar verði sagt upp um mánaðamótin. Forsvarsmenn fyrirtækisins vísa til styrkingar krónunnar sem meginástæðu samdráttar í starfsemi þess. Á fundi sínum síðdegis í dag samþykkti bæjarstjórn Akraness viljayfirlýsingu til stjórnar HB Granda vegna uppbyggingar í bænum. Vill bæjarstjórnin ná samkomulagi við fyrirtækið og Faxaflóahafnir um gerð landfyllingar og nauðsynlegar endurbætur á hafnaraðstöðu við Akraneshöfn til að unnt sé að koma áformum HB Granda um uppbyggingu þar frá árunum 2007 og 2014 til framkvæmda. Leggur bæjarstjórnin fram fjórar tillögur að útfærslu á þessum framkvæmdum. Á meðal þeirra er 40.000 fermetra landfylling þar sem hægt væri að koma fyrir lóðum fyrir starfsemi HB Granda. Með þessu vonast bæjarstjórnin til þess að stjórn HB Granda fresti áformum sínum um lokun vinnslunnar um mánuð og endurskoði þau í ljósi viljayfirlýsingarinnar. „Með þessu gefst bæjarstjóra og forstjóra HB Granda svigrúm til að skoða til hlítar aðra þá kosti sem eru í stöðunni, bæjarfélaginu og fyrirtækinu til heilla. Samofin saga HB Granda og Akraneskaupstaðar er of mikilvæg og verðmæt til að henni verði kollvarpað í einu vetfangi. Því ber aðilum skylda til að leita allra leiða til farsællrar lausnar,“ segir í viljayfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00 Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24 Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17 HB Grandi áformar að hætta botnfisksvinnslu á Akranesi 27. mars 2017 20:08 Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Svartur dagur í sögu Akranesbæjar 93 starfsmenn munu að öllum líkindum missa vinnuna hjá HB Granda í lok mánaðar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna í bænum grafalvarlega. 28. mars 2017 06:00
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00
HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi. 27. mars 2017 10:24
Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57