Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 13:45 Halldór Björnsson er doktor í haf- og veðurfræðum og starfar hjá Veðurstofu Íslands. Vísir Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. Halldór Björnsson, doktor í haf- og veðurfræðum hjá Veðurstofu Íslands, er einn þeirra sem koma að gerð íslensku skýrslunnar en í liðinni viku var ný skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunar um áhrif lofstlagsbreytinga í heiminum árið 2016 kynnt. Í henni var greint frá fordæmalausri hlýnun um heim allan, litlum ís bæði á Norður-og Suðurpólnum sem og hækkun yfirborðs sjávar. Jafnframt kom fram í skýrslunni að þessar miklu breytingar um allan heim setji vísindamönnum takmörk þegar kemur að skilningi á loftslagi Jarðarinnar; heimurinn sé í raun ókannað svæði. En hvað þýðir þetta? Er til dæmis orðið erfiðara fyrir vísindamenn að spá í veðrið? „Nei, það er ekki orðið erfiðara að spá fyrir um veðrið í sjálfu sér, það nær að fylgja þessu. Vandinn er hins vegar sá að gamla tölfræðin á ekki lengur við og það má nefna svo mörg dæmi um það. Besta dæmið er hafíssveiflan hér fyrir norðan okkur sem er orðin gjörólík því sem hún var,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Einn ísbjörn á Norðurpólnum þar sem ís hefur bráðnað mun hraðar en áður síðustu ár.vísir/gettyHafísinn minnkað um 50 Íslönd Halldór segir að hafíssveiflan hafi verið tiltölulega stöðug framan en eftir aldamótin fóru mjög miklar breytingar að sjást. „Það hafa komið nokkur ár þar sem það er mjög lítill hafís, minnst árið 2012 sem var alveg ótrúlega lítið. Það var þannig áður fyrr að lágmarkið var kannski nálægt því að vera 80-föld stærð Íslands af hafís en svo hefur hann núna farið lægst í 30-falda stærð landsins. Það munar því 50 Íslöndum þar á og svona hlutir eru mjög augljósir og mjög mörg dæmi sem hægt er að taka,“ segir Halldór. Þá er bráðnun jökla hér á landi líka mjög gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga en bæði vísindamenn á Veðurstofunni og við Háskóla Íslands sem fylgjast með þeim sjá að jöklarnir hopa alltaf meira og meira. „Þeir byrja að hopa í upphafi síðustu aldar en síðan fara þeir aftur að ganga fram um miðbik aldarinnar. Eftir 1980 þá eru þeir allir að hopa meira eða minna og árið 2015 var fyrsta árið í tvo áratugi þar sem allir jöklarnir töpuðu ekki massa, það er að segja Hofsjökull tapaði ekki massa. Það var búið að vera þannig að þessir jöklar hafa verið að tapa massa samfellt í tvo áratugi, svo kemur eitt ár þar sem þetta snýst við en strax árið eftir eru þeir aftur allir farnir að tapa massa,“ segir Halldór. Meðal þeirra áhrifa sem bráðnun jökla hefur er landris sem er hvað mest á suðausturlandi í nágrenni Hafnar í Hornafirði. Halldór segir að hraði landrissins sé svo mikill þar að hækkun yfirborðs sjávar mun ekki ná að halda í við það en landrisið verður þegar jöklarnir bráðna og létta farginu þannig af jarðskorpinu. Landrisið nær hins vegar ekki til Reykjavíkur heldur segir Halldór að áhrif þess virðist hverfa við Vestmannaeyjar.Frá snjódeginum mikla í febrúar síðastliðnum.vísir/gva„Mikið um öfgaafbrigði eins og stendur en það hefur gerst áður í sögunni“ Eitt af því sem nefnt er í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar eru öfgar í veðurfari sem alltaf sést meira af í heiminum. Aðspurður hvort einhver dæmi sé hægt að nefna um öfga í veðurfari hér á landi sem tengja má við loftslagsbreytingar segir Halldór: „Við vitum að það eru langtímasveiflur til dæmis í stormatíðni þannig að það þegar við segjum að það hafi verið óvenjumiklir stormar hér, eins og til dæmis í fyrra, þá getur maður litið nokkra áratugi aftur í tímann og fundið álíka tímabil. Það eru mjög miklar öfgar í veðri á Íslandi og það er þá helst að við myndum sjá breytingar í tíðni einhverra veðuröfga en við erum enn sem komið er ekki að sjá slíkt. Það er mjög mikið um öfgaafbrigði eins og stendur en það hefur gerst áður í sögunni.“ Mörgum er eflaust í fersku minni snjódagurinn mikli á suðvesturhorninu þann 26. febrúar síðastliðinn en klukkan 9 þann dag mældist 51 sentimetra snjódýpt í Reykjavík og hafði aldrei mælst meiri í febrúar. Blaðamanni Vísis leikur forvitni á að vita hvort þessar öfgar í veðurfari megi rekja til loftslagsbreytinga. Halldór segir að það þurfi alltaf dálitla tilviljun til að svona geti gerst en tilfellið sé þó það að aftaka úrkoma er mjög vel skráð um allan heim og menn eru farnir að sjá fleiri og fleiri dæmi um það. „Það passar við það að lofthjúpurinn er rakari nú en áður og það er vegna loftslagsbreytinga,“ segir Halldór.Frá ylströndinni í Nauthólsvík síðasta sumar þegar veðrið lék oftar en ekki við höfuðborgarbúa.Vísir/anton brinkEngin ein þjóð getur leyst þetta ein Varðandi hækkað hitastig hér á landi segir Halldór að það séu einnig langtímasveiflur í hitafari hér á landi en ef litið sé yfir nógu langt tímabil þá hækkar hitastig hér á landi í takt við hlýnun Jarðar almennt. „Við skerum okkur ekki úr beint þannig heldur skerum við okkur úr varðandi það hvað það eru stórar sveiflur hér frá áratugi til áratugs. Sum ár hér gerist voða lítið og svo kemur þetta mjög hratt í nokkur ár. Upp úr 1965, 1975 er farin af stað mjög eindregin hlýnun í heiminum á meðan að hér á Íslandi byrjar ekkert að hlýna fyrr en upp úr 1980, síðan frekar ákaft rétt um aldamótin og svo hefur aðeins hægt á því,“ segir Halldór og bætir við: „Við erum að hreyfast eins og heimurinn í heild sinni en við erum dálítið úr takt því hér eru langtímasveiflur fram og til baka frá áratugi til áratugs.“ En er eitthvað sem við Íslendingar getum gert? Halldór segir að hlýnun hér á landi sé ekki bara vegna losunar gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Um hnattrænt vandamál sé að ræða. „Það besta sem við getum gert er að beita okkur í alþjóðasamfélaginu til að það séu gerðir raunhæfir samningar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og við getum síðan gengið á undan með góðu fordæmi þannig að það sé dregið úr losun. En það er í raun þannig að það getur engin þjóð leyst þetta ein.“ Tengdar fréttir Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. Halldór Björnsson, doktor í haf- og veðurfræðum hjá Veðurstofu Íslands, er einn þeirra sem koma að gerð íslensku skýrslunnar en í liðinni viku var ný skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunar um áhrif lofstlagsbreytinga í heiminum árið 2016 kynnt. Í henni var greint frá fordæmalausri hlýnun um heim allan, litlum ís bæði á Norður-og Suðurpólnum sem og hækkun yfirborðs sjávar. Jafnframt kom fram í skýrslunni að þessar miklu breytingar um allan heim setji vísindamönnum takmörk þegar kemur að skilningi á loftslagi Jarðarinnar; heimurinn sé í raun ókannað svæði. En hvað þýðir þetta? Er til dæmis orðið erfiðara fyrir vísindamenn að spá í veðrið? „Nei, það er ekki orðið erfiðara að spá fyrir um veðrið í sjálfu sér, það nær að fylgja þessu. Vandinn er hins vegar sá að gamla tölfræðin á ekki lengur við og það má nefna svo mörg dæmi um það. Besta dæmið er hafíssveiflan hér fyrir norðan okkur sem er orðin gjörólík því sem hún var,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Einn ísbjörn á Norðurpólnum þar sem ís hefur bráðnað mun hraðar en áður síðustu ár.vísir/gettyHafísinn minnkað um 50 Íslönd Halldór segir að hafíssveiflan hafi verið tiltölulega stöðug framan en eftir aldamótin fóru mjög miklar breytingar að sjást. „Það hafa komið nokkur ár þar sem það er mjög lítill hafís, minnst árið 2012 sem var alveg ótrúlega lítið. Það var þannig áður fyrr að lágmarkið var kannski nálægt því að vera 80-föld stærð Íslands af hafís en svo hefur hann núna farið lægst í 30-falda stærð landsins. Það munar því 50 Íslöndum þar á og svona hlutir eru mjög augljósir og mjög mörg dæmi sem hægt er að taka,“ segir Halldór. Þá er bráðnun jökla hér á landi líka mjög gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga en bæði vísindamenn á Veðurstofunni og við Háskóla Íslands sem fylgjast með þeim sjá að jöklarnir hopa alltaf meira og meira. „Þeir byrja að hopa í upphafi síðustu aldar en síðan fara þeir aftur að ganga fram um miðbik aldarinnar. Eftir 1980 þá eru þeir allir að hopa meira eða minna og árið 2015 var fyrsta árið í tvo áratugi þar sem allir jöklarnir töpuðu ekki massa, það er að segja Hofsjökull tapaði ekki massa. Það var búið að vera þannig að þessir jöklar hafa verið að tapa massa samfellt í tvo áratugi, svo kemur eitt ár þar sem þetta snýst við en strax árið eftir eru þeir aftur allir farnir að tapa massa,“ segir Halldór. Meðal þeirra áhrifa sem bráðnun jökla hefur er landris sem er hvað mest á suðausturlandi í nágrenni Hafnar í Hornafirði. Halldór segir að hraði landrissins sé svo mikill þar að hækkun yfirborðs sjávar mun ekki ná að halda í við það en landrisið verður þegar jöklarnir bráðna og létta farginu þannig af jarðskorpinu. Landrisið nær hins vegar ekki til Reykjavíkur heldur segir Halldór að áhrif þess virðist hverfa við Vestmannaeyjar.Frá snjódeginum mikla í febrúar síðastliðnum.vísir/gva„Mikið um öfgaafbrigði eins og stendur en það hefur gerst áður í sögunni“ Eitt af því sem nefnt er í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunar eru öfgar í veðurfari sem alltaf sést meira af í heiminum. Aðspurður hvort einhver dæmi sé hægt að nefna um öfga í veðurfari hér á landi sem tengja má við loftslagsbreytingar segir Halldór: „Við vitum að það eru langtímasveiflur til dæmis í stormatíðni þannig að það þegar við segjum að það hafi verið óvenjumiklir stormar hér, eins og til dæmis í fyrra, þá getur maður litið nokkra áratugi aftur í tímann og fundið álíka tímabil. Það eru mjög miklar öfgar í veðri á Íslandi og það er þá helst að við myndum sjá breytingar í tíðni einhverra veðuröfga en við erum enn sem komið er ekki að sjá slíkt. Það er mjög mikið um öfgaafbrigði eins og stendur en það hefur gerst áður í sögunni.“ Mörgum er eflaust í fersku minni snjódagurinn mikli á suðvesturhorninu þann 26. febrúar síðastliðinn en klukkan 9 þann dag mældist 51 sentimetra snjódýpt í Reykjavík og hafði aldrei mælst meiri í febrúar. Blaðamanni Vísis leikur forvitni á að vita hvort þessar öfgar í veðurfari megi rekja til loftslagsbreytinga. Halldór segir að það þurfi alltaf dálitla tilviljun til að svona geti gerst en tilfellið sé þó það að aftaka úrkoma er mjög vel skráð um allan heim og menn eru farnir að sjá fleiri og fleiri dæmi um það. „Það passar við það að lofthjúpurinn er rakari nú en áður og það er vegna loftslagsbreytinga,“ segir Halldór.Frá ylströndinni í Nauthólsvík síðasta sumar þegar veðrið lék oftar en ekki við höfuðborgarbúa.Vísir/anton brinkEngin ein þjóð getur leyst þetta ein Varðandi hækkað hitastig hér á landi segir Halldór að það séu einnig langtímasveiflur í hitafari hér á landi en ef litið sé yfir nógu langt tímabil þá hækkar hitastig hér á landi í takt við hlýnun Jarðar almennt. „Við skerum okkur ekki úr beint þannig heldur skerum við okkur úr varðandi það hvað það eru stórar sveiflur hér frá áratugi til áratugs. Sum ár hér gerist voða lítið og svo kemur þetta mjög hratt í nokkur ár. Upp úr 1965, 1975 er farin af stað mjög eindregin hlýnun í heiminum á meðan að hér á Íslandi byrjar ekkert að hlýna fyrr en upp úr 1980, síðan frekar ákaft rétt um aldamótin og svo hefur aðeins hægt á því,“ segir Halldór og bætir við: „Við erum að hreyfast eins og heimurinn í heild sinni en við erum dálítið úr takt því hér eru langtímasveiflur fram og til baka frá áratugi til áratugs.“ En er eitthvað sem við Íslendingar getum gert? Halldór segir að hlýnun hér á landi sé ekki bara vegna losunar gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Um hnattrænt vandamál sé að ræða. „Það besta sem við getum gert er að beita okkur í alþjóðasamfélaginu til að það séu gerðir raunhæfir samningar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og við getum síðan gengið á undan með góðu fordæmi þannig að það sé dregið úr losun. En það er í raun þannig að það getur engin þjóð leyst þetta ein.“
Tengdar fréttir Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03