Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 16:15 Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, til vinstri, ásamt Donald Tusk, forseta ráðherranefndar ESB og Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu. Vísir/EPA Ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, var harðlega gagnrýnd af Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sem hann hélt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag í Róm. Þar er um þessar mundir haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins. Guardian greinir frá.Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli RómarsáttmálansHann sagði það hafa verið mistök af hálfu sambandsins að hafa ekki tekist með viðeigandi hætti á við þá efnahagskreppu sem upp hefði komið árið 2008 sem hrundið hefði af stað neikvæðum skoðunum í garð sambandsins. „Þau viðbrögð áttu hlut í því að breyta almenningsálitinu og því miður ýtti þetta undir skoðanir meðal bresks almennings um að hafna sambandinu og undir þá lokuðu þjóðernishyggju sem við héldum að væri fyrir löngu orðin hluti af fortíðinni.“ Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag var skrifað undir sérstaka yfirlýsingu, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi áframhaldandi Evrópusamruna. Segir meðal annars í tilkynningu leiðtoganna: „Fyrir sextíu árum, þegar heimsálfan var að jafna sig eftir tvær heimsstyrjaldir, ákváðum við að tengjast hvort öðru og endurreisa heimsálfuna úr öskustónni.“ „Við höfum sett á laggirnar einstakt ríkjasamband með sameiginlegum stofnunum og sterkum gildum, samfélag friðar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda og dóms og laga.“ „Evrópsk sameining hófst sem draumur fárra, en varð að von margra. Evrópa varð heil aftur. Í dag stöndum við sameinaðri og sterkari en nokkurn tímann áður, á tímum þar sem hundruð milljónir manna lifa og njóta velsældar vegna öflugs sambands, þar sem sigrast hefur verið á gömlum ágreiningsefnum.“ Athygli vekur að lítið sem ekkert var minnst á Bretland á ráðstefnunni í dag, en næstkomandi miðvikudag mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, senda sambandinu bréf og tilkynna með formlegum hætti að Bretland muni hefja útgönguferlið úr sambandinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér á samkomunni í dag, að samkoman væri frábær vettvangur til þess að ræða framtíð sambandsins með jákvæðum hætti, og hvernig hún verður eftir útgöngu Breta. Benti hann á að enginn ágreiningur hefði komið upp, meðal ríkjanna, um framtíð sambandsins. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, var harðlega gagnrýnd af Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, í ræðu sem hann hélt á leiðtogafundi Evrópusambandsins í dag í Róm. Þar er um þessar mundir haldið upp á 60 ára afmæli sambandsins. Guardian greinir frá.Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli RómarsáttmálansHann sagði það hafa verið mistök af hálfu sambandsins að hafa ekki tekist með viðeigandi hætti á við þá efnahagskreppu sem upp hefði komið árið 2008 sem hrundið hefði af stað neikvæðum skoðunum í garð sambandsins. „Þau viðbrögð áttu hlut í því að breyta almenningsálitinu og því miður ýtti þetta undir skoðanir meðal bresks almennings um að hafna sambandinu og undir þá lokuðu þjóðernishyggju sem við héldum að væri fyrir löngu orðin hluti af fortíðinni.“ Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í dag var skrifað undir sérstaka yfirlýsingu, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi áframhaldandi Evrópusamruna. Segir meðal annars í tilkynningu leiðtoganna: „Fyrir sextíu árum, þegar heimsálfan var að jafna sig eftir tvær heimsstyrjaldir, ákváðum við að tengjast hvort öðru og endurreisa heimsálfuna úr öskustónni.“ „Við höfum sett á laggirnar einstakt ríkjasamband með sameiginlegum stofnunum og sterkum gildum, samfélag friðar, frelsis, lýðræðis, mannréttinda og dóms og laga.“ „Evrópsk sameining hófst sem draumur fárra, en varð að von margra. Evrópa varð heil aftur. Í dag stöndum við sameinaðri og sterkari en nokkurn tímann áður, á tímum þar sem hundruð milljónir manna lifa og njóta velsældar vegna öflugs sambands, þar sem sigrast hefur verið á gömlum ágreiningsefnum.“ Athygli vekur að lítið sem ekkert var minnst á Bretland á ráðstefnunni í dag, en næstkomandi miðvikudag mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, senda sambandinu bréf og tilkynna með formlegum hætti að Bretland muni hefja útgönguferlið úr sambandinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér á samkomunni í dag, að samkoman væri frábær vettvangur til þess að ræða framtíð sambandsins með jákvæðum hætti, og hvernig hún verður eftir útgöngu Breta. Benti hann á að enginn ágreiningur hefði komið upp, meðal ríkjanna, um framtíð sambandsins.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira