Segir neyðarástand ríkja á fasteignamarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2017 19:03 Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og að fasteignabóla sé að byggjast upp. Hann vill skoða hvort ríkið geti lagt til landeignir undir íbúðabyggð og hvort gera þurfi breytingar á vaxta- og húsnæðisbótakerfinu til að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuðið. Ráðherra fundaði í gær með borgarstjóra og forystumönnum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða stöðuna í húsnæðismálum. Húsnæðisverð hefur hækkað um 18,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Ráðherra segir nauðsynlegt að ríki og sveitarfelög grípi til sameiginlegra ráðstafana til að taka á þessum vanda. „Við erum að glíma við neyðarástand á markaði. Það er mikill skortur á framboði. Við finnum það bæði á leigumarkaði og þegar fólk er að reyna kaupa fasteignir að það vantar miklu fleiri eignir inn á markað. Það er bara hættulegt ástand þegar menn eru með svona sterka efnahagssveiflu eins og nú er. Mikla kaupmáttaraukningu en á sama tíma skort á fasteignum. Verðið einfaldlega bólgnar mjög hratt út og við erum byrjuð að sjá fyrstu merki þess að hér sé fasteignabóla í uppbyggingu,“ segir Þorsteinn. Ríkisstjórnin ætlar á næstu vikum að kynna lista með aðgerðum til að mæta framboðsvanda á húsnæðismarkaði. Þorsteinn vill meðal annars skoða breytingar á skipulagslöggjöfinni til að hraða framkvæmdum og þá telur hann að ríkið geti sjálft lagt til landeignir undir íbúðabyggð. „Við getum horft til annarra þátta eins og húsnæðis- og vaxtabóta sem við getum mögulega endurskoðað til þess að beina sérstaklega að fyrstu kaupendum og tekjulægstu einstaklingunum,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira