Fótbolti

Strákarnir töpuðu í Georgíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins. mynd/ksí
Íslenska U-21 árs landsliðið varð að sætta sig við tapa, 3-1, gegn Georgíu ytra í dag.

Þetta var vináttulandsleikur á milli þjóðanna.

Það var Viktor Karl Einrsson sem skoraði mark íslenska liðsins í dag. Strákarnir spiluðu ágætlega en fóru ekki vel með færin sín.

Í síðari hálfleik vakti mikla athygli er Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari gerði hvorki meira né minna en tífalda skiptingu í einu.

Liðin mætast aftur á laugardag og í næstu viku mun íslenska liðið spila vináttuleik gegn Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×