Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 12:55 Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun að ósk Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns Framsóknarflokkins, til að ræða kaup Goldmans Sachs og þriggja vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion. Sjóðirnir geta með kaupréttarsamningum eignast um 51 prósent í bankanum. Kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á 29 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka hafa kallað fram misjöfn viðbrögð. En þessir aðilar eiga 70 prósenta hlut í Kaupþingi og hafa kauprétt á 22 prósentum til viðbótar í Arion. Sumir töldu að eigendur Kaupþings myndu ætla sér burt frá Íslandi eins fljótt og þeir gætu en með kaupunum á hlutunum í Arion gæti falist yfirlýsing um að þeir ætli sér að vera eitthvað áfram á íslenskum fjármálamarkaði. Fyrir skömmu höfðu nokkrir lífeyrissjóðir verið í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlutum þess í Arion en Kaupþing sleit þeim viðræðum. Þar með má segja að fjársterkustu fjárfestingaraðilar landsins hafi orðið undir í tilraunum til að eignast stóra hluti í Arion. En allt frá hruni hafa lífeyrissjóðirnir verið langsterkastir á íslenskum fjármálamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd óskaði eftir því að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, kæmi á fund nefndarinnar í morgun til að fara yfir þessi mál. Þeirm fundi lauk rétt fyrir hádegi.Lilja AlfreðsdóttirVísir/Stefán„Forstjóri Arion banka fór yfir þá vinnu sem Arion banki og stjórnendur hans hafa veriðí á undanförnum misserum við að kynna bankann fyrir fjárfestum. Það var mjög gott að fá þá yfirferð. Hins vegar kemur stjórnendateymi bankans ekki að sölunni þannig að þeir eru ekki aðilar að málinu sem slíku. Við munum fá upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um eignarhald og hvernig þetta fer allt fram og hvort þessi 10 prósent (skilyrði um eignarhald) séu hugsanlega að virkjast vegna þess að mögulega er um tengda aðila að ræða,“ segir Lilja. Lilja segir þessi kaup Goldman Sachs og vogunarsjóðanna yfirlýsingu um að þessir aðilar vilji vera áfram á íslenskum fjármálamarkaði. „Hins vegar er brýnt vegna þess hvernig er farið í málið, þessi 9,99 prósent og að þeir eigi hlut í Kaupþingi nú þegar – viðþurfum að fá frekari svör hvaðþað varðar. Eins er fortíð eins sjóðsins ekki sérlega glæsileg. Þeir voru að borga 23 milljarða í sektargreiðslur varðandi mútumál. Þannig að maður veltir fyrir sér hvort þetta eru æskilegir eigendur að banka. En við munum fá frekari svör með þessu þegar við eigum fund með Fjármálaeftirlitinu. Því það er jú hlutverk þess að hafa eftirlit með fjármálamarkaðnum okkar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun að ósk Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns Framsóknarflokkins, til að ræða kaup Goldmans Sachs og þriggja vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion. Sjóðirnir geta með kaupréttarsamningum eignast um 51 prósent í bankanum. Kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á 29 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka hafa kallað fram misjöfn viðbrögð. En þessir aðilar eiga 70 prósenta hlut í Kaupþingi og hafa kauprétt á 22 prósentum til viðbótar í Arion. Sumir töldu að eigendur Kaupþings myndu ætla sér burt frá Íslandi eins fljótt og þeir gætu en með kaupunum á hlutunum í Arion gæti falist yfirlýsing um að þeir ætli sér að vera eitthvað áfram á íslenskum fjármálamarkaði. Fyrir skömmu höfðu nokkrir lífeyrissjóðir verið í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlutum þess í Arion en Kaupþing sleit þeim viðræðum. Þar með má segja að fjársterkustu fjárfestingaraðilar landsins hafi orðið undir í tilraunum til að eignast stóra hluti í Arion. En allt frá hruni hafa lífeyrissjóðirnir verið langsterkastir á íslenskum fjármálamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd óskaði eftir því að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, kæmi á fund nefndarinnar í morgun til að fara yfir þessi mál. Þeirm fundi lauk rétt fyrir hádegi.Lilja AlfreðsdóttirVísir/Stefán„Forstjóri Arion banka fór yfir þá vinnu sem Arion banki og stjórnendur hans hafa veriðí á undanförnum misserum við að kynna bankann fyrir fjárfestum. Það var mjög gott að fá þá yfirferð. Hins vegar kemur stjórnendateymi bankans ekki að sölunni þannig að þeir eru ekki aðilar að málinu sem slíku. Við munum fá upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um eignarhald og hvernig þetta fer allt fram og hvort þessi 10 prósent (skilyrði um eignarhald) séu hugsanlega að virkjast vegna þess að mögulega er um tengda aðila að ræða,“ segir Lilja. Lilja segir þessi kaup Goldman Sachs og vogunarsjóðanna yfirlýsingu um að þessir aðilar vilji vera áfram á íslenskum fjármálamarkaði. „Hins vegar er brýnt vegna þess hvernig er farið í málið, þessi 9,99 prósent og að þeir eigi hlut í Kaupþingi nú þegar – viðþurfum að fá frekari svör hvaðþað varðar. Eins er fortíð eins sjóðsins ekki sérlega glæsileg. Þeir voru að borga 23 milljarða í sektargreiðslur varðandi mútumál. Þannig að maður veltir fyrir sér hvort þetta eru æskilegir eigendur að banka. En við munum fá frekari svör með þessu þegar við eigum fund með Fjármálaeftirlitinu. Því það er jú hlutverk þess að hafa eftirlit með fjármálamarkaðnum okkar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira