Lilja segir ekki víst að allir eigendur Kaupþings séu æskilegir eigendur Arion Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 12:55 Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun að ósk Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns Framsóknarflokkins, til að ræða kaup Goldmans Sachs og þriggja vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion. Sjóðirnir geta með kaupréttarsamningum eignast um 51 prósent í bankanum. Kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á 29 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka hafa kallað fram misjöfn viðbrögð. En þessir aðilar eiga 70 prósenta hlut í Kaupþingi og hafa kauprétt á 22 prósentum til viðbótar í Arion. Sumir töldu að eigendur Kaupþings myndu ætla sér burt frá Íslandi eins fljótt og þeir gætu en með kaupunum á hlutunum í Arion gæti falist yfirlýsing um að þeir ætli sér að vera eitthvað áfram á íslenskum fjármálamarkaði. Fyrir skömmu höfðu nokkrir lífeyrissjóðir verið í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlutum þess í Arion en Kaupþing sleit þeim viðræðum. Þar með má segja að fjársterkustu fjárfestingaraðilar landsins hafi orðið undir í tilraunum til að eignast stóra hluti í Arion. En allt frá hruni hafa lífeyrissjóðirnir verið langsterkastir á íslenskum fjármálamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd óskaði eftir því að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, kæmi á fund nefndarinnar í morgun til að fara yfir þessi mál. Þeirm fundi lauk rétt fyrir hádegi.Lilja AlfreðsdóttirVísir/Stefán„Forstjóri Arion banka fór yfir þá vinnu sem Arion banki og stjórnendur hans hafa veriðí á undanförnum misserum við að kynna bankann fyrir fjárfestum. Það var mjög gott að fá þá yfirferð. Hins vegar kemur stjórnendateymi bankans ekki að sölunni þannig að þeir eru ekki aðilar að málinu sem slíku. Við munum fá upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um eignarhald og hvernig þetta fer allt fram og hvort þessi 10 prósent (skilyrði um eignarhald) séu hugsanlega að virkjast vegna þess að mögulega er um tengda aðila að ræða,“ segir Lilja. Lilja segir þessi kaup Goldman Sachs og vogunarsjóðanna yfirlýsingu um að þessir aðilar vilji vera áfram á íslenskum fjármálamarkaði. „Hins vegar er brýnt vegna þess hvernig er farið í málið, þessi 9,99 prósent og að þeir eigi hlut í Kaupþingi nú þegar – viðþurfum að fá frekari svör hvaðþað varðar. Eins er fortíð eins sjóðsins ekki sérlega glæsileg. Þeir voru að borga 23 milljarða í sektargreiðslur varðandi mútumál. Þannig að maður veltir fyrir sér hvort þetta eru æskilegir eigendur að banka. En við munum fá frekari svör með þessu þegar við eigum fund með Fjármálaeftirlitinu. Því það er jú hlutverk þess að hafa eftirlit með fjármálamarkaðnum okkar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun að ósk Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns Framsóknarflokkins, til að ræða kaup Goldmans Sachs og þriggja vogunarsjóða á tæplega 30 prósenta hlut í Arion. Sjóðirnir geta með kaupréttarsamningum eignast um 51 prósent í bankanum. Kaup Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða á 29 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka hafa kallað fram misjöfn viðbrögð. En þessir aðilar eiga 70 prósenta hlut í Kaupþingi og hafa kauprétt á 22 prósentum til viðbótar í Arion. Sumir töldu að eigendur Kaupþings myndu ætla sér burt frá Íslandi eins fljótt og þeir gætu en með kaupunum á hlutunum í Arion gæti falist yfirlýsing um að þeir ætli sér að vera eitthvað áfram á íslenskum fjármálamarkaði. Fyrir skömmu höfðu nokkrir lífeyrissjóðir verið í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlutum þess í Arion en Kaupþing sleit þeim viðræðum. Þar með má segja að fjársterkustu fjárfestingaraðilar landsins hafi orðið undir í tilraunum til að eignast stóra hluti í Arion. En allt frá hruni hafa lífeyrissjóðirnir verið langsterkastir á íslenskum fjármálamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd óskaði eftir því að Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, kæmi á fund nefndarinnar í morgun til að fara yfir þessi mál. Þeirm fundi lauk rétt fyrir hádegi.Lilja AlfreðsdóttirVísir/Stefán„Forstjóri Arion banka fór yfir þá vinnu sem Arion banki og stjórnendur hans hafa veriðí á undanförnum misserum við að kynna bankann fyrir fjárfestum. Það var mjög gott að fá þá yfirferð. Hins vegar kemur stjórnendateymi bankans ekki að sölunni þannig að þeir eru ekki aðilar að málinu sem slíku. Við munum fá upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um eignarhald og hvernig þetta fer allt fram og hvort þessi 10 prósent (skilyrði um eignarhald) séu hugsanlega að virkjast vegna þess að mögulega er um tengda aðila að ræða,“ segir Lilja. Lilja segir þessi kaup Goldman Sachs og vogunarsjóðanna yfirlýsingu um að þessir aðilar vilji vera áfram á íslenskum fjármálamarkaði. „Hins vegar er brýnt vegna þess hvernig er farið í málið, þessi 9,99 prósent og að þeir eigi hlut í Kaupþingi nú þegar – viðþurfum að fá frekari svör hvaðþað varðar. Eins er fortíð eins sjóðsins ekki sérlega glæsileg. Þeir voru að borga 23 milljarða í sektargreiðslur varðandi mútumál. Þannig að maður veltir fyrir sér hvort þetta eru æskilegir eigendur að banka. En við munum fá frekari svör með þessu þegar við eigum fund með Fjármálaeftirlitinu. Því það er jú hlutverk þess að hafa eftirlit með fjármálamarkaðnum okkar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira