„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2017 15:27 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/ernir Ásta Guðrún Helgadóttir pírati kvaddi sér hljóðs undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og lýsti yfir áhyggjum í kjölfar tíðinda af kaupum erlendra vogunarsjóða á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka.Ásta Guðrún velti því fyrir sér hvort einhver drög væri á sölu á eignarhluti ríkisins, og þar með þjóðarinnar, í Íslandsbanka og Landsbankanum. Þá sagði hún þrálátan orðróm í gangi þess efnis að selja ætti Íslandsbanka til erlendra aðila og spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi.Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist ekkert vita um slíkan orðróm og hann ætti að vita af honum ef einhver væri. Engin plön séu um sölu. Engir hafi tilkynnt um áform að kaupa og hlutir ríkisins ekki verið kynntir til sölu.Ekki rétt staðið að einkavæðingunniÁsta Guðrún minnti á rannsóknarskýrslu Alþingis er varðaði fall bankanna en þar hafi komið skýrt fram að illa hafi verið staðið á sölu ríkisins á bönkunum. Og margir bankar hafi verið seldir á skömmum tíma og af þeim sökum hvorki fengist besta mögulega verð né hæfir eigendur til að kaupa bankann.„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“ spurði Ásta Guðrún. Tímabil einkavæðingar og endurreisn hrunsins, eins og hún orðaði það. Benedikt sagðist svo sannarlega von að svo væri ekki. Hann væri eindregið þeirrar skoðunar að vítin væru til að varast þau.„Það var ekki rétt staðið að einkavæðingu bankanna,“ sagði Benedikt og nauðsynlegt væri að vanda sig eins og mögulegt er varðandi sölu á hlutum ríkisins. Alþingi Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Lilja boðar til fundar vegna Arion Fundað verður með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka. 20. mars 2017 10:20 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir pírati kvaddi sér hljóðs undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og lýsti yfir áhyggjum í kjölfar tíðinda af kaupum erlendra vogunarsjóða á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka.Ásta Guðrún velti því fyrir sér hvort einhver drög væri á sölu á eignarhluti ríkisins, og þar með þjóðarinnar, í Íslandsbanka og Landsbankanum. Þá sagði hún þrálátan orðróm í gangi þess efnis að selja ætti Íslandsbanka til erlendra aðila og spurði fjármála- og efnahagsráðherra hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi.Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist ekkert vita um slíkan orðróm og hann ætti að vita af honum ef einhver væri. Engin plön séu um sölu. Engir hafi tilkynnt um áform að kaupa og hlutir ríkisins ekki verið kynntir til sölu.Ekki rétt staðið að einkavæðingunniÁsta Guðrún minnti á rannsóknarskýrslu Alþingis er varðaði fall bankanna en þar hafi komið skýrt fram að illa hafi verið staðið á sölu ríkisins á bönkunum. Og margir bankar hafi verið seldir á skömmum tíma og af þeim sökum hvorki fengist besta mögulega verð né hæfir eigendur til að kaupa bankann.„Erum við að sigla áfram inn í 2007?“ spurði Ásta Guðrún. Tímabil einkavæðingar og endurreisn hrunsins, eins og hún orðaði það. Benedikt sagðist svo sannarlega von að svo væri ekki. Hann væri eindregið þeirrar skoðunar að vítin væru til að varast þau.„Það var ekki rétt staðið að einkavæðingu bankanna,“ sagði Benedikt og nauðsynlegt væri að vanda sig eins og mögulegt er varðandi sölu á hlutum ríkisins.
Alþingi Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15 Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00 Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Lilja boðar til fundar vegna Arion Fundað verður með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka. 20. mars 2017 10:20 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20
Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. 20. mars 2017 15:15
Eigandi Taconic Capital segir kaupin á Arion ekki skammtímafjárfestingu Frank Brosens, stofnandi og eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, fullyrðir að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka séu ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. 20. mars 2017 06:00
Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35
Lilja boðar til fundar vegna Arion Fundað verður með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Höskuldi Ólafssyni bankastjóra Arion banka. 20. mars 2017 10:20