„Árið 2001 skilja foreldrar mínir og eðlilega þá fóru þau í það að skipta upp eignum. Ég var orðinn nógu gamall til að standa á eigin fótum (fyrir löngu meira að segja) og því kom ekkert annað til greina en að kaupa mína fyrstu eign,“ segir Heiðar.
Byrjaði í Lundabrekku
„Fyrsta íbúðin mín var í Lundarbrekku í Kópavogi. Húsið var byggt í kringum 1970 og var upprunalega eldhúsið og baðherbergið orðið gamaldags en samt mjög töff. Þar sem ég hef búið nánast alla ævi í Kópavoginum vildi ég ekki fara langt og Lundarbrekkan var í raun og veru nálægt gamla góða æskuheimilinu. Faðir minn aðstoðaði mig við að eignast íbúðina með því að lána mér 800.000 kr. sem mig vantaði upp á kaupverðið, en ég tók tvö lán, stærra lánið frá Íbúðalánasjóði og svo viðbótarlán hjá Kópavogsbæ.“Sú íbúð varð þó of lítil fyrir fjölskylduna þegar Eva dóttir Heiðars fæddist.
„Ég leigði íbúðina í Lundarbrekku út eftir að hafa gert upp baðherbergið og notaði leigutekjurnar þar til að greiða fyrir leigu á stærri íbúð í Perlukór sem við fluttum í,“ segir Heiðar.
Stærri íbúð fyrir stærri fjölskyldu
„Eftir þrjú ár á leigumarkaðinum var leigan orðin það há að það var orðið hagstæðara fyrir okkur að kaupa þannig að við seldum Lundarbrekkuna og fjármögnuðum þannig kaup á núverandi heimili fjölskyldunnar í Tröllakór. Þá vorum við Stefanie komin með annað barn og því þurfti stærri íbúð til að hýsa okkur fjögur.Auk þess áttum við Suzuki Grand Vitara eða „afa bíl“ eins og margir vinir mínir kölluðu hann sem við seldum til að fjármagna þau fasteignakaup. Íbúðin sem við búum í núna er draumaíbúðin okkar. Hún er rúmgóð og björt með fallegt útsýni. Svo erum við líka heppin með nágranna“ segir Heiðar sem nýlega fagnaði fertugsafmæli sínu.
Þetta var saga Heiðars, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.
Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.