Innlent

Forsetinn sendir samúðarkveðjur til Svíþjóðar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Vísir/Eyþór
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent Karli XVI Svíakonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hryðjuverksins sem unnið var í miðborg Stokkhólms í dag.

Forsetinn segir í kveðju sinni að hugur Íslendinga sé hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Með þessari árás sé vegið að grunngildum samfélagsins.

„Við sem viljum verja lýðræði, frelsi og mannréttindi verðum að standa saman gegn öflum öfga og ógnar,“ segir Guðni í kveðjunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×