Fótbolti

Griezmann þreyttur á tali um framtíð sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Griezmann hitti leikkonuna Charlize Theron í gær þar sem hún var að auglýsa Fast 8 bíómyndina. Frakkinn gaf henni treyju og fékk knús í staðinn.
Griezmann hitti leikkonuna Charlize Theron í gær þar sem hún var að auglýsa Fast 8 bíómyndina. Frakkinn gaf henni treyju og fékk knús í staðinn. vísir/getty
Franski framherjinn Antoine Griezmann segist vera búinn að fá nóg af endalausri umræðu í fjölmiðlum um hvar hann spili fótbolta næsta vetur.

Það er búið að orða hann við Man. Utd í marga mánuði og fleiri lið hafa eðlilega áhuga.

Frakkinn skrifaði aftur á móti undir nýjan fimm ára samning við Atletico Madrid síðasta en það þýðir ekki að hann klári þann samning.

„Þetta er alltaf sama spurningin hjá ykkur blaðamönnum og ég veit ekki hvernig ég á að svara henni,“ sagði Griezmann.

„Ég er alltaf að endurtaka sjálfan mig og ég sé það vel fyrir mér að ég verði næstu árin hér í Madrid. Ég er búinn að gefa ykkur það svar margoft og er orðinn frekar þreyttur á því.“

Griezmann hefur áður sagt að hann hafi áhuga á því að fara í ensku úrvalsdeildina og David Beckham var átrúnaðargoð hans. Beckham er ástæðan fyrir því að Griezmann spilar í treyju númer sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×