Sport

Tólf ára kvenkynsútgáfa af Usain Bolt | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lyston á siglingu.
Lyston á siglingu.
Jamaíka er búið að finna næstu hlaupastjörnu þjóðarinnar en hún er aðeins tólf ára gömul. Sú heitir Brianna Lyston og er fljót að hlaupa. Mjög fljót.

Hún rúllaði upp meistaramóti unglinga á dögunum og var að hlaupa á hreint ótrúlegum tímum.

Lyston vann 200 metra hlaupið á 23,72 sekúndum sem er aðeins rúmum tveimur sekúndum hægar en heimsmet Florence Griffith-Joyner í fullorðinsflokki.

100 metra hlaupið vann Lyston á 11,86 sekúndum eða 1,37 sekúndum hægar en heimsmet Griffith-Joyner. Sú setti bæði heimsmetin árið 1988 og var talið að þau yrðu aldrei slegin. Nú virðist loksins vera komið fram efni sem gæti gert atlögu að þessum ótrúlegu metum.

Lyston hefur einnig keppt við stráka í 300 metra hlaupi og pakkað þeim saman.

Það er ekki skrítið að verið sé að líkja henni við landa hennar, Usain Bolt, en hann vann sín fyrstu hlaupaverðlaun á sama móti og Lyston var að rúlla upp.

Hér að neðan má sjá Lyston í 200 metra hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×