Innlent

Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Verksmiðja United Silicon í Helguvík.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm
Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík.

Gestir á fundinum verða meðal annars Björt Ólafsdóttir umvherfisráðherra, Helgi Þórhallsson forstjóri United Silicon ásamt öðrum fulltrúum verksmiðjunnar, fulltrúar frá Íbúasamtökum á Reykjanesi, fulltrúar Umhverfisstofnunar, Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Sýnt er beint frá fundinum á vef Alþingis og má fylgjast með útsendingunni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum

Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×