Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 18:47 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Þetta er annar bruninn á svæðinu á tveimur vikum. Tjónið í brunanum var umtalsvert og stöðva þarf framleiðslu í einhverja daga. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt frá starfsmönnum fyrirtækisins sem voru við vinnu í verksmiðjunni. Slökkvistarf þótti nokkuð sérstakt þar sem ekki var hægt að ráðast á eldinn með vatni í fyrstu þar sem mjög há rafmagnsspenna er á kísilofninum. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í timbri í veggjum og gólfklæðningu á milli hæða í byggingunni sem telur átta hæðir. Eldurinn logaði í einangrunarrými þar sem rafskaut fara niður. Mikil hætta er í kringum svona ofna en álið sem kemur út er um átján hundruð gráðu heitt og óráðlegt að nota vatn fyrr en slökkt hefur verið á ofninum. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum. „Við erum ekkert allt of ánægðir að fá eld í svona stóra byggingu en við erum búnir að vera hérna í vettvangsferð. Allt liðið okkar er búið að koma og skoða aðstæður þannig að mannskapurinn vissi að hverju þeir voru að ganga,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, stjórnandi á bakvakt Brunavarna Suðurnesja. Sléttar tvær vikur eru síðan eldur kom upp í rusli utan við verksmiðju United Silicon og þá lagði þykkan svartan reyk frá svæðinu. Aðstæður voru aðrar í morgun en lítill reykur kom frá byggingunni þar sem eldurinn var en loftræstikerfi verksmiðjunnar var notað til þess að losa reykinn út. Eldurinn var ekki í þeim hluta þar sem ítrekuð mengun hefur stigið upp frá verksmiðjunni og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að mikill hiti hafi orsakað reyksprengingu efst í byggingunni, þannig að eldur varð laus í nótt. Um klukkustund tók að ná tökum á eldinum í nótt en slökkvistarfi lauk korter yfir sjö í morgun og fengu þá lögreglan og vinnueftirlitið vettvanginn til rannsóknar. Ekki var búið að leggja mat á tjónið í dag en ljóst er að það er umtalsvert en vegna brunans stöðvast framleiðsla í einhverja daga. Framleidd eru um 65 tonn af áli á hverjum sólarhring. „Við vitum ekki hvað langan tíma það tekur að koma þessu í gang aftur en það er augljóst mál að verksmiðjan stöðvast við þetta,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Eldur kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Þetta er annar bruninn á svæðinu á tveimur vikum. Tjónið í brunanum var umtalsvert og stöðva þarf framleiðslu í einhverja daga. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt frá starfsmönnum fyrirtækisins sem voru við vinnu í verksmiðjunni. Slökkvistarf þótti nokkuð sérstakt þar sem ekki var hægt að ráðast á eldinn með vatni í fyrstu þar sem mjög há rafmagnsspenna er á kísilofninum. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í timbri í veggjum og gólfklæðningu á milli hæða í byggingunni sem telur átta hæðir. Eldurinn logaði í einangrunarrými þar sem rafskaut fara niður. Mikil hætta er í kringum svona ofna en álið sem kemur út er um átján hundruð gráðu heitt og óráðlegt að nota vatn fyrr en slökkt hefur verið á ofninum. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum. „Við erum ekkert allt of ánægðir að fá eld í svona stóra byggingu en við erum búnir að vera hérna í vettvangsferð. Allt liðið okkar er búið að koma og skoða aðstæður þannig að mannskapurinn vissi að hverju þeir voru að ganga,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, stjórnandi á bakvakt Brunavarna Suðurnesja. Sléttar tvær vikur eru síðan eldur kom upp í rusli utan við verksmiðju United Silicon og þá lagði þykkan svartan reyk frá svæðinu. Aðstæður voru aðrar í morgun en lítill reykur kom frá byggingunni þar sem eldurinn var en loftræstikerfi verksmiðjunnar var notað til þess að losa reykinn út. Eldurinn var ekki í þeim hluta þar sem ítrekuð mengun hefur stigið upp frá verksmiðjunni og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að mikill hiti hafi orsakað reyksprengingu efst í byggingunni, þannig að eldur varð laus í nótt. Um klukkustund tók að ná tökum á eldinum í nótt en slökkvistarfi lauk korter yfir sjö í morgun og fengu þá lögreglan og vinnueftirlitið vettvanginn til rannsóknar. Ekki var búið að leggja mat á tjónið í dag en ljóst er að það er umtalsvert en vegna brunans stöðvast framleiðsla í einhverja daga. Framleidd eru um 65 tonn af áli á hverjum sólarhring. „Við vitum ekki hvað langan tíma það tekur að koma þessu í gang aftur en það er augljóst mál að verksmiðjan stöðvast við þetta,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47