Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2017 06:00 Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. vísir/vilhelm Ungir samkynhneigðir karlar bera ábyrgð á 88 prósent tilfella sárasóttar á síðasta ári og yfir 70 prósent lekandatilfella. Á árinu 2016 greindust 86 tilfelli af sárasótt, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. Af þeim sem greinast yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára. Undanfarinn áratug hafa einn til sjö greinst með sárasótt hér á landi. Þetta kemur meðal annars fram í svari Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um tíðni kynsjúkdóma hjá börnum og ungmennum síðustu tíu ár.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirvísir/valliÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun sé einnig í HIV-hópnum en slíkt var ekki tekið fyrir í fyrirspurninni. „Þessi aukning varð sérstaklega áberandi á síðasta ári. Það virðist vera að lekandi og sárasótt séu sýkingar sem sjást aðallega hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. HIV-aukningin er dreifð jafnar því þar má finna sprautufíkla, gagnkynhneigða en líka þá sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.“ Þórólfur segir að það sé erfitt að ákveða af hverju þessar tölur rjúki svona upp innan eins hóps. „Þetta kann að stafa af því að hér áður fyrr voru menn mjög hræddir við HIV. Svo kom góð meðferð til að halda þeim sjúkdómi niðri þótt það sé ekki kominn lækning. Það virðist vera að menn hafi fagnað of fljótt og þá blossa upp hinir kynsjúkdómarnir sem voru áður í algjöru lágmarki.“ Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í mars til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og HIV og er Þórólfur í honum. „Við ætlum að eiga samtal við marga aðila um hvað er til ráða og hvað er hægt að gera því það er ljóst að það þarf að gera eitthvað.“ Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir að samtökin séu áhyggjufull vegna þessara tíðinda. „Í ársskýrslu okkar kom fram að þrír af sjö lykilhópum sem fá HIV eru hinsegin og við vitum að samkynhneigðir eru í sérstökum áhættuhóp. Það þarf að tækla þetta í samhengi við fordóma. Þetta er stærri vandi en að þeir séu ekki að passa sig. Það er enn skömm hjá þeim sem passa ekki í kassann. Við höfum áhyggjur af þessu og pössum að hjá Samtökunum erum við með ókeypis smokka, leiðbeiningar um hvert sé hægt að fara í skoðun og við viljum auka umræðuna um kynheilbrigði.“ Hún bætti við að samtökin væru ekki hluti af starfshóp heilbrigðisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Ungir samkynhneigðir karlar bera ábyrgð á 88 prósent tilfella sárasóttar á síðasta ári og yfir 70 prósent lekandatilfella. Á árinu 2016 greindust 86 tilfelli af sárasótt, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. Af þeim sem greinast yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára. Undanfarinn áratug hafa einn til sjö greinst með sárasótt hér á landi. Þetta kemur meðal annars fram í svari Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um tíðni kynsjúkdóma hjá börnum og ungmennum síðustu tíu ár.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirvísir/valliÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun sé einnig í HIV-hópnum en slíkt var ekki tekið fyrir í fyrirspurninni. „Þessi aukning varð sérstaklega áberandi á síðasta ári. Það virðist vera að lekandi og sárasótt séu sýkingar sem sjást aðallega hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. HIV-aukningin er dreifð jafnar því þar má finna sprautufíkla, gagnkynhneigða en líka þá sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.“ Þórólfur segir að það sé erfitt að ákveða af hverju þessar tölur rjúki svona upp innan eins hóps. „Þetta kann að stafa af því að hér áður fyrr voru menn mjög hræddir við HIV. Svo kom góð meðferð til að halda þeim sjúkdómi niðri þótt það sé ekki kominn lækning. Það virðist vera að menn hafi fagnað of fljótt og þá blossa upp hinir kynsjúkdómarnir sem voru áður í algjöru lágmarki.“ Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í mars til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og HIV og er Þórólfur í honum. „Við ætlum að eiga samtal við marga aðila um hvað er til ráða og hvað er hægt að gera því það er ljóst að það þarf að gera eitthvað.“ Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir að samtökin séu áhyggjufull vegna þessara tíðinda. „Í ársskýrslu okkar kom fram að þrír af sjö lykilhópum sem fá HIV eru hinsegin og við vitum að samkynhneigðir eru í sérstökum áhættuhóp. Það þarf að tækla þetta í samhengi við fordóma. Þetta er stærri vandi en að þeir séu ekki að passa sig. Það er enn skömm hjá þeim sem passa ekki í kassann. Við höfum áhyggjur af þessu og pössum að hjá Samtökunum erum við með ókeypis smokka, leiðbeiningar um hvert sé hægt að fara í skoðun og við viljum auka umræðuna um kynheilbrigði.“ Hún bætti við að samtökin væru ekki hluti af starfshóp heilbrigðisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira