Hannes Árdal, sem hefur starfað í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum undanfarin tvö ár, er hættur hjá verðbréfafyrirtækinu. Lét hann af störfum síðastliðinn fimmtudag, samkvæmt upplýsingum Vísis.
Hannes á tæplega 4 prósenta hlut í Fossum en fyrirtækið var stofnað vorið 2015 af Sigurbirni Þorkelssyni, fjárfesti og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Lehman Brothers, og fyrrverandi starfsmönnum í markaðsviðskiptum Straums fjárfestingabanka sem höfðu skömmu áður allir sagt upp störfum hjá bankanum.
Sigurbjörn er stærsti hluthafi Fossa með 55 prósent af A-bréfum félagsins en Haraldur I. Þórðarson, sem er framkvæmdastjóri Fossa, á hins vegar um 20 prósenta hlut. Steingrímur Arnar Finnsson, forstöðumaður Markaða, á liðlega 11,6 prósenta hlut en aðrir starfsmenn Fossa eiga umtalsvert minni hlut í félaginu.
Hannes hefur verið helsti skuldabréfamiðlari Fossa en verðbréfafyrirtækið var leiðandi í tilkynntum viðskiptum í Kauphöllinni á fyrsta ársfjórðungi með 15,8 prósenta hlutdeild í skuldabréfum og 18,6 prósent í hlutabréfum.
Hannes Árdal hættur störfum hjá Fossum mörkuðum
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið



Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Gjaldþrota meðhöndlari
Viðskipti innlent

Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

Semja um fjögurra milljarða króna lán
Viðskipti innlent

Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent

Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann
Viðskipti innlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur