Ráðherrar ósammála um hvort einkavæða eigi Leifsstöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2017 21:37 Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“ Alþingi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“
Alþingi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira