Ráðherrar ósammála um hvort einkavæða eigi Leifsstöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2017 21:37 Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“ Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Ekki virðist vera einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvort einkavæða eigi flugstöð Leifs Eiríkssonar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndinni en Jón Gunnarsson samgönguráðherra telur hana vera vænlegan kost. Heimir Már Pétursson ræddi við Jón og Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst það áhugavert að einhver skuli nefna þetta, vegna þess að menn hafa verið að nefna að það séu verðmæti hérna upp á 1-200 milljarða og þá eru menn að tala um reksturinn á flugstöðinni. Það er þá ekki ónýtt fyrir þjóðina að eiga þennan varasjóð, alveg eins og við eigum Landsvirkjun, sem ég talaði um i´gær að við erum ekki með nein áform um að selja. Þetta gefur af sér góðan arð og það er auðvitað það sem skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.Hér eru tekin auðvitað lán fyrir þessum miklu framkvæmdum en það er ekki gert með ríkisábyrgð? „Nei sem betur fer þá er þetta orðið svo stöndugt fyrirtæki að það eru bara tekin veð í tekjum stöðvarinnar sjálfrar og þeir sem lána hafa bara fulla trú á þessum rekstri. Enda hefur það sýnt sig að ár frá ári þá aukast tekjurnar stöðugt.“ Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur ekki í sama streng og telur að það sé vert að skoða hvort að ástæða sé að ríkið reki flugstöðina. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ segir Jón.Þær eru allar án ríkisábyrgðar, þær eru teknar með veði í tekjum stöðvarinnar. „Já en þetta er orðin mikil eign. Spurningin er viljum við eiga það í flugstöð eða viljum við eiga það mögulega í spítala eða betri vegum eða einhverju öðru? Það finnst mér vera umræðunnar virði og ég held við ættum að skoða það hvort að það sé, við þær aðstæður þar sem við erum að reyna að byggja upp og leggja áherslu á uppbyggingu innviða, að það sé svo mikið fé bundið í þessari flugstöð að það gæti jafnvel verið betur komið i einhverju sem er okkur nærtækara í okkar daglega lífi hér á Íslandi og myndi nýtast okkur þar.“
Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira