Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2017 19:53 David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. Eitt skilyrði fyrir borguninni er að upphæðin verði ekki gefin upp í fjölmiðlum. Myndskeið náðist af umræddu atviki þegar Dao, 69 ára læknir, var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Félagið hafði boðið farþegum 400 dollara í bætur auk 800 dollara inneignar og hótelgistingar í skiptum fyrir sætið, en þegar enginn tók boðinu voru fjórir valdir af handahófi og þeim vísað frá borði. Dao var einn þeirra. Hann sagðist hins vegar vinnu sinnar vegna ekki geta farið frá borði og streittist á móti þegar öryggislögregla vísaði honum út. Dao missti tvær tennur og nefbrotnaði í átökunum. Forstjóri félagsins hefur beðist opinberlega afsökunar á málinu. Ýmislegt fleira hefur þó drifið á daga flugfélagsins að undanförnu. Nú stendur yfir rannsókn á dauða risakanínu sem fannst dauð í farmi vélarinnar í vikunni. Kanínan, sem var 10 mánaða og 90 sentímetra löng, var á leið til nýs eiganda sem að sögn breska ríkisútvarpsins er frægur einstaklingur. Þá segir jafnframt að óalgengt sé að dýr drepist um borð í flugvélum. United Airlines sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem félagið sagðist harma málið mjög. Þá féll sporðdreki úr farangurshólfi og stakk mann um borð í vél United Airlines 14. apríl síðastliðinn, þann sama dag og David Dao var dreginn úr vél félagsins. Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 United Airlines hyggst breyta um verklag við bókanir farþega Flugfélagið ætlar sér að bóka sæti fyrir áhafnarmeðlimi, að minnsta kosti klukkustund fyrr. 16. apríl 2017 15:38 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. Eitt skilyrði fyrir borguninni er að upphæðin verði ekki gefin upp í fjölmiðlum. Myndskeið náðist af umræddu atviki þegar Dao, 69 ára læknir, var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Félagið hafði boðið farþegum 400 dollara í bætur auk 800 dollara inneignar og hótelgistingar í skiptum fyrir sætið, en þegar enginn tók boðinu voru fjórir valdir af handahófi og þeim vísað frá borði. Dao var einn þeirra. Hann sagðist hins vegar vinnu sinnar vegna ekki geta farið frá borði og streittist á móti þegar öryggislögregla vísaði honum út. Dao missti tvær tennur og nefbrotnaði í átökunum. Forstjóri félagsins hefur beðist opinberlega afsökunar á málinu. Ýmislegt fleira hefur þó drifið á daga flugfélagsins að undanförnu. Nú stendur yfir rannsókn á dauða risakanínu sem fannst dauð í farmi vélarinnar í vikunni. Kanínan, sem var 10 mánaða og 90 sentímetra löng, var á leið til nýs eiganda sem að sögn breska ríkisútvarpsins er frægur einstaklingur. Þá segir jafnframt að óalgengt sé að dýr drepist um borð í flugvélum. United Airlines sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem félagið sagðist harma málið mjög. Þá féll sporðdreki úr farangurshólfi og stakk mann um borð í vél United Airlines 14. apríl síðastliðinn, þann sama dag og David Dao var dreginn úr vél félagsins.
Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17 United Airlines hyggst breyta um verklag við bókanir farþega Flugfélagið ætlar sér að bóka sæti fyrir áhafnarmeðlimi, að minnsta kosti klukkustund fyrr. 16. apríl 2017 15:38 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Forstjóri United Airlines, Oscar Munoz, segist afar leiður vegna atviks, þar sem farþega var hent út úr vél. 11. apríl 2017 21:17
United Airlines hyggst breyta um verklag við bókanir farþega Flugfélagið ætlar sér að bóka sæti fyrir áhafnarmeðlimi, að minnsta kosti klukkustund fyrr. 16. apríl 2017 15:38
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44
Starfsmanni American Airlines vikið úr starfi vegna barnavagns Farþegi, sem náði eftirköstum atviksins á myndband, sagði að starfsmaður American Airlines hefði hrifsað barnavagninn með offorsi úr höndum móður, sem var einnig farþegi í flugvélinni, og næstum hæft barn hennar. 22. apríl 2017 13:35
Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05