Ungar en bestar allra Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 06:00 Keflavíkurstúlkur með bikarinn stóra. mynd/víkurfréttir/páll ketilsson Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira