Innlent

Stefán Karl hefur lokið krabbameinsmeðferð

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Stefán Karl Stefánsson er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar.
Stefán Karl Stefánsson er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar. vísir/andri marinó
Stefán Karl Stefánsson greindi frá því á Facebook síðdegis í dag að hann hafi lokið öllum krabbameinsmeðferðum. Leikarinn greindist með mein í brishöfði síðasta haust og undirgekkst flókna aðgerð í kjölfarið þar sem æxlið var fjarlægt.

„Þetta er búið að vera löng og ströng rúmlega sex mánaða meðferðarhrina en nú tekur við að koma sér á fætur aftur. Geislarnir halda áfram að virka og hafa áhrif á mig í einhverja mánuði en ég get lofað ykkur því að ég verð kominn upp á fætur áður en langt um líður, ég nenni ekki að liggja mikið lengur með tærnar upp í loft,“ sagði Stefán Karl í stöðuuppfærslu sinni á Facebook.

Einlægt viðtal við leikarann knáa birtist á Vísi stuttu eftir að hann greindist. Í viðtalinu talaði Stefán um lífið, veikindin og sorgarferlið sem hann gekk í gegnum í kjölfar greiningarinnar.

„Sumir grípa í trúna. Sumir í reiðina; af hverju ég? Og svo framvegis. En þegar maður finnur stuðning fólks er það ómetanlegt. Bara eitt læk á Facebook öðlast aðra og dýpri merkingu. Allt í einu skilur maður hversu mikill máttur Facebook, Twitter og þessara samfélagsmiðla er,“ sagði Stefán í viðtalinu síðasta haust.

Stöðuuppfærslu Stefáns Karls má sjá hér að neðan:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×