Hollande segir frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen: Stuðningsmenn Macron sigurvissir Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:15 Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“ Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Francois Hollande, Frakklandsforseti, hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Í ávarpi í dag sagði hann frönsku þjóðinni stafa hætta af Le Pen og hvatti fólk til að hafna henni og greiða Macron atkvæði sitt. Ekki voru allir á eitt sáttir með úrslit næturinnar, en eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Macron og hin hægrisinnaða Le Pen kæmust áfram í aðra umferð forsetakosninganna brutust út mótmæli vinstrimanna víða um götur Parísar. Stuðningsmenn Le Pen fögnuðu henni ákaft eftir að úrslitin urðu ljós. Í ræðu sinni þakkaði hún stuðningsmönnum sínum og biðlaði til kjósenda þeirra frambjóðenda sem ekki komust áfram að styðja sig í síðari umferð kosninganna. Emmanuel Macron þakkaði einnig sínum stuðningsmönnum sem fögnuðu ákaft. „Þetta var frábært. Hann náði meira fylgi en Le Pen og það verður frábært ef hann verður forseti,“ sagði ung stuðningskona Macron í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Þá ræddum við einnig við tvo sjálfboðaliða úr liði Macron. „Við höfum verið að dreifa bæklingum og ganga hús úr húsi svo við erum mjög hamingjusamir með úrslitin í kvöld,“ sagði annar þeirra. Macron sagði í ræðu sinni á stuðningsmannafundi í gærkvöldi eftir að úrslitin voru ljós að hann vildi sameina frönsku þjóðina. Hvort honum tekst að gera það sem forseti verður að koma í ljós. Jeff Wittenberg er þraulreyndur franskur fréttamaður sem sérhæfir sig í stjórnmálaumfjöllun. Hann segir allar líkur á að Macron verði næsti forseti Frakklands. „Það virðist nokkuð ljóst að Le Pen nær ekki kjöri því bæði Fillon, og Hamon þó hann hafi ekki fengið nema rúm sex prósent, hafa báðir sagt að þeir muni styðja Macron. Ég held að meirihluti Frakka vilji ekki þjóðernissinna við völd. Við sáum Brexit og Donald Trump en ég held ekki að það sama muni gerast í Frakklandi.“
Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira