Innlent

Stöðvuðu kannabisræktun í þvottahúsi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Húsleit var gerð að fenginni heimild
Húsleit var gerð að fenginni heimild vísir/stefán
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í þvottahúsi í heimahúsi síðastliðinn föstudag. Húsleit var gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tveggja poka með kannabisefnum.

Húseigandi játaði eign sína á efnunum og ræktuninni og var hann handtekinn. Þá kærði lögreglan á Suðurnesjum vel á annan tug ökumanna fyrir hraðakstur um helgina.

Sá sem hraðast ók var á ferðinni eftir Reykjanesbraut. Hann mældist á 151 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Brotið kostaði hann 97.500 krónur.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×