Erlent

Kona lést í sjósleðaslysi í Kaupmannahöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Konan sem lést var bandarísk og var búsett í Danmörku. Fréttir herma að fjölskylda hennar hafi orðið vitni af slysinu.
Konan sem lést var bandarísk og var búsett í Danmörku. Fréttir herma að fjölskylda hennar hafi orðið vitni af slysinu. Vísir/afp
Bandarísk kona lést í sjósleðaslysi nærri Langebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fjöldi manna höfnuðu í sjónum eftir að nokkrum sjósleðum var ekið á bát í höfninni, en samkvæmt talsmanni lögreglunni var fólkið á sjósleðunum á miklum hraða þegar slysið varð.

Danskir fjölmiðlar segja að einn hafi slasast alvarlega og verið fluttur á sjúkrahús, en fimm til viðbótar slösuðust lítils háttar.

Átta manns hafa verið yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið.

Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa margoft gagnrýnt notkun hraðskreiðra sjósleða í höfninni og hafa nú boðað að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig.

Konan sem lést var bandarísk og búsett í Danmörku. Fréttir herma að fjölskylda hennar hafi orðið vitni að slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×