Innlent

Fréttir Stöðvar 2 - upphitun fyrir Eurovision hefst

Stefán Árni og Benedikt halda til Úkraínu í dag.
Stefán Árni og Benedikt halda til Úkraínu í dag. VÍSIR
Upphitun fyrir Eurovision hefst strax að loknum íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld þegar fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas fá til sín góða gesti í myndver, þá Pál Óskar Hjálmtýsson, poppstjörnu, og Flosa Jón Ófeigsson, Eurovision-sérfræðing.

Farið verður yfir víðan völl og meðal annars rætt um sigurvonir Íslands, framlag Íslands og flutning Svölu Björgvinsdóttur á laginu Paper en hún stígur á svið í Kænugarði á þriðjudaginn.

Fréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og eru í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.

Stefán Árni og Benedikt fljúga til Úkraínu 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. 

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.  Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu LífsinsFacebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×