Innlent

Ökumaðurinn fjórtán ára stúlka

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Unglingarnir eru sagðir hafa misst stjórn á bílnum við verslunarkjarnann Spöngina í Grafarvogi.
Unglingarnir eru sagðir hafa misst stjórn á bílnum við verslunarkjarnann Spöngina í Grafarvogi.
Ökumaðurinn sem ók á fjölbýlishús við Vættaborgir í Grafarvogi í gærkvöldi reyndist vera fjórtán ára stúlka. Hún hefur eðli málsins samkvæmt aldrei öðlast ökuréttindi. Tveir farþegar, 15 og 17 ára, voru einnig í bifreiðinni. Enginn slys voru á fólki en töluverðar skemmdir voru á bílnum.

Samkvæmt því sem fram kemur í dagbók lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndar.

Sjónarvottur sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum með fyrrnefndum afleiðingum. Þau hafi gjörskemmt grindverk sem þau hafi ekið í gegnum og að mildi þyki að ekki hafi farið verr, enda sé umrædd gata nokkuð fjölfarin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×