Innlent

KEA neitar blekkingum

Sveinn Arnarsson skrifar
KEA  hagnaðist um tæpan milljarð í fyrra.
KEA hagnaðist um tæpan milljarð í fyrra. vísir/pjetur
Fjárfestingarfélagið KEA neitar að hafa blekkt Akureyrar­bæ í viðskiptum þeirra með hlut bæjarins í Tækifæri hf. Segir KEA alla hafa setið við sama borð hvað aðgengi að upplýsingum varðaði.

Fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, Sigurður Guðmundsson, sagði í Fréttablaðinu í gær ljóst að KEA hafi blekkt bæjarráð með því að selja hlutinn í Tækifæri sem skilaði svo rúmum hálfum milljarði í hagnað á síðasta ári.

„Slíkum órökstuddum og óskiljan­legum ávirðingum er með öllu vísað á bug. Á þessum tíma sátu bæði starfsmaður KEA og Akureyrarkaupstaðar í stjórn Tækifæris,“ segir í tilkynningu KEA. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×