Innlent

Lækkun leikskólagjalda samþykkt á borgarráðsfundi: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á móti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tillaga um lækkun leikskólagjalda var samþykkt í dag á borgarráðsfundi.
Tillaga um lækkun leikskólagjalda var samþykkt í dag á borgarráðsfundi. vísir/stefán
Meirihluti Borgarráðs Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu um lækkun leikskólagjalda í Reykjavík um 200 milljónir króna á ársgrundvelli.

Tillagan var eins og áður segir samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihlutans í Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Pírötum og Vinstri grænum, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kjartani Magnússyni, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að borgarráðsfulltrúar flokksins greiði atkvæði gegn lækkun leikskólagjalda þar sem full þörf sé á umræddum fjármunum til að bæta fjársvelta leikskóla borgarinnar.

Nefna má að viðhaldi fjölmargra leikskóla og leikskólalóða sé ábótavant, aðstæður starfsmanna víða ófullnægjandi og fjárveitingar til fæðiskaupa skornar við nögl.

Þá segir í bókuninni að rétt sé að nota umrædda fjármuni til umbóta á leikskólum í stað þess að lækka leikskólagjöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×