Lítið fór fyrir málefnunum í kappræðum frambjóðenda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Frambjóðendur í setti áður en myndavélarnar voru settar af stað. vísir/epa Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira