Lítið fór fyrir málefnunum í kappræðum frambjóðenda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Frambjóðendur í setti áður en myndavélarnar voru settar af stað. vísir/epa Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira