Trump heitir Abbas því að ná fram friði fyrir botni Miðjarðarhafs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 22:00 Það fór vel á með þeim Abbas og Trump í dag. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, því að Bandaríkjamenn muni ná að leiða Ísraela og Palestínumenn til friðar. Abbas er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og hitti leiðtoginn Bandaríkjaforseta í dag í Hvíta húsinu, en með fundinum vonast Bandaríkjamenn til þess að komast nær því að hefja friðarviðræður milli deiluaðila að nýju. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna tveggja var Trump afar jákvæður og sagði hann að hann teldi sig geta náð fram, því sem enginn forseti Bandaríkjanna hefur náð, frá því deilurnar hófust fyrir botni Miðjarðarhafs í lok síðari heimsstyrjaldar, með stofnun Ísraelsríkis árið 1948.Ég hef ætíð heyrt að erfiðustu samningarnir til að ná, yrðu samningar á milli Ísraela og Palestínumanna. Sjáum til hvort við getum ekki afsannað þetta. Við munum klára þetta. Abbas tók vel í orð Trump á fundinum og sagði hann að hann vonaðist til þess að Palestínumenn gætu unnið með Bandaríkjunum að sögulegri lausn á deilunum. Fyrir rúmum tveimur og hálfum mánuði tók Trump á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í Hvíta húsinu og kúventi hann þá ríkjandi stefnu Bandaríkjanna í málum deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs, þegar hann sagði að hann styddi ekki lengur „tveggja ríkja lausnina“ svokölluðu, sem kveður á um stofnun ríkis Palestínumanna. Þá hefur yfirlýstur vilji Trump til þess að færa sendiráð Bandaríkjamanna í Ísrael, frá Tel Aviv, til Jerúsalem, einnig vakið mikla reiði meðal Palestínumanna, sem gera tilkall til borgarinnar. Hinn 82 ára gamli Abbas, er afar óvinsæll heima fyrir, en hann fer fyrir Fatah hreyfingunni svokölluðu, sem stýrir Vesturbakkanum. Kjörtímabili hans lauk árið 2009 en samt hefur Abbas setið áfram. Leiðtogar Hamas hreyfingarinnar, sem stýrir Gaza svæðinu hafa fylgst náið með fundi Abbas og Trump, en nýlega gaf hreyfingin það út, að hún muni hætta að kalla eftir gereyðingu Ísrael og vonast margir til að afstaða hennar sé að mildast. Almennt er talið að erfitt verði fyrir Trump að framfylgja loforðum sínum, en lítið sem ekkert traust ríkir á milli deiluaðila. Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, því að Bandaríkjamenn muni ná að leiða Ísraela og Palestínumenn til friðar. Abbas er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og hitti leiðtoginn Bandaríkjaforseta í dag í Hvíta húsinu, en með fundinum vonast Bandaríkjamenn til þess að komast nær því að hefja friðarviðræður milli deiluaðila að nýju. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna tveggja var Trump afar jákvæður og sagði hann að hann teldi sig geta náð fram, því sem enginn forseti Bandaríkjanna hefur náð, frá því deilurnar hófust fyrir botni Miðjarðarhafs í lok síðari heimsstyrjaldar, með stofnun Ísraelsríkis árið 1948.Ég hef ætíð heyrt að erfiðustu samningarnir til að ná, yrðu samningar á milli Ísraela og Palestínumanna. Sjáum til hvort við getum ekki afsannað þetta. Við munum klára þetta. Abbas tók vel í orð Trump á fundinum og sagði hann að hann vonaðist til þess að Palestínumenn gætu unnið með Bandaríkjunum að sögulegri lausn á deilunum. Fyrir rúmum tveimur og hálfum mánuði tók Trump á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í Hvíta húsinu og kúventi hann þá ríkjandi stefnu Bandaríkjanna í málum deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs, þegar hann sagði að hann styddi ekki lengur „tveggja ríkja lausnina“ svokölluðu, sem kveður á um stofnun ríkis Palestínumanna. Þá hefur yfirlýstur vilji Trump til þess að færa sendiráð Bandaríkjamanna í Ísrael, frá Tel Aviv, til Jerúsalem, einnig vakið mikla reiði meðal Palestínumanna, sem gera tilkall til borgarinnar. Hinn 82 ára gamli Abbas, er afar óvinsæll heima fyrir, en hann fer fyrir Fatah hreyfingunni svokölluðu, sem stýrir Vesturbakkanum. Kjörtímabili hans lauk árið 2009 en samt hefur Abbas setið áfram. Leiðtogar Hamas hreyfingarinnar, sem stýrir Gaza svæðinu hafa fylgst náið með fundi Abbas og Trump, en nýlega gaf hreyfingin það út, að hún muni hætta að kalla eftir gereyðingu Ísrael og vonast margir til að afstaða hennar sé að mildast. Almennt er talið að erfitt verði fyrir Trump að framfylgja loforðum sínum, en lítið sem ekkert traust ríkir á milli deiluaðila.
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira