Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Móðir drengs, sem hefur verið í meðferð hjá sérfræðilækni undanfarið eitt og hálft ár, gagnrýnir óskilvirkni nýja lyfjakerfisins.

Hún fékk í dag þær upplýsingar að hún þyrfti að fá nýja tilvísun frá heimilislækni ef drengurinn ætti að halda áfram að fá meðferð, eða borga margfalt meira fyrir þjónustuna.

Þá óttast ASÍ að nýja greiðsluþátttökukerfið, sem tók gildi um mánaðamótin, hækki lækniskostnað svo mikið að fólk muni neita sér um læknisþjónustu í auknum mæli.

Ítarlega verður fjallað um þetta og rætt við móðurina í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar verðum við líka í beinni útsendingu frá tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×