Innlent

23 gráður í Ásbyrgi og á Húsavík í dag

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Húsavík.
Frá Húsavík.
Hitabylgja vermir nú landið og hefur hlýjast verið norðanlands í dag, tæpar 23 gráður. Samkvæmt tölum Veðurstofunnar mældust 22,8 gráður í Ásbyrgi og 22,7 gráður á Húsavík og á Akureyri hefur hitinn farið í 21 gráðu. Á Möðrudal á Fjöllum sleikti hitinn 20 gráðurnar.

Tveggja stafa hitatölur hafa mælst í öllum landshlutum. Í Reykjavík fór hitinn í tæpar 14 gráður, í Húsafelli tæpar 19 gráður, í Stykkishólmi í 15 gráður, í Ásgarði í Dölum í 17 gráður og á Gjögri á Ströndum í tæpar 18 gráður. Í Grímsey, nyrstu byggð landsins, mældust yfir 18 gráður, í Neskaupstað yfir 20 gráður og í Árnesi í Gnúpverjahreppi yfir 16 gráður. 

Einna „svalast“ hefur verið suðaustanlands, 10 til 12 gráður, og í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landins, hafa mest mælst 8 gráður í dag. 

Veðurspá morgundagsins lofar einnig góðu,  yfirleitt 8 til 17 stiga hita, en allt að 20 stigum í innsveitum nyrðra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×