Erlent

Átta látnir eftir árás á bílalest NATO

Árásin var gerð á bílalest bandaríska hersins rétt fyrir utan bandaríska sendiráðið í borginni.
Árásin var gerð á bílalest bandaríska hersins rétt fyrir utan bandaríska sendiráðið í borginni. Vísir/AFP
Sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest NATO í Kabúl í Afganistan í morgun og eru átta látnir hið minnsta. Talsmaður afganskra yfirvalda að fórnarlömbin hafi öll verið óbreyttir borgarar.

25 manns særðust í árásinni, þar á meðal þrír bandarískir hermenn.

Árásin var gerð á bílalest bandaríska hersins rétt fyrir utan bandaríska sendiráðið í borginni.

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa verið virk í landinu frá árinu 2015 og hafa gert fjölmargar árásir þar síðustu misserin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×