Innlent

Enn frestast flug nú vegna drukkins farþega

Jakob Bjarnar skrifar
Haukur er orðinn verulega pirraður á því hversu illa gengur að hefja flugferðina heim á leið. Primera air hefur átt í nokkrum vandræðum uppá síðkastið en á föstudag tókst miður til með lendingu vélar fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli.
Haukur er orðinn verulega pirraður á því hversu illa gengur að hefja flugferðina heim á leið. Primera air hefur átt í nokkrum vandræðum uppá síðkastið en á föstudag tókst miður til með lendingu vélar fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli.
Enn frestast flug Primera air frá Alicante til Íslands en nú er það vegna þess að einn farþega vélarinnar hefur drukkið yfir sig. En, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur flugið frestast klukkustundum saman vegna bilunar.

Haukur Guðmundsson verktaki og kylfingur er einn þeirra sem hefur beðið í óratíma þess að komast frá Spáni til Íslands og hann er orðinn verulega pirraður á því hvernig gengur til með flugið.

„Hey kominn um borð en nú er sjúkrabíll að sækja einn sem drakk ögn of mikið þannig að þessi seinkun er ekki hinu ágæta flugi að kenna,“ tilkynnir Haukur vinum sínum á Facebook.

Og þeir fylgjast spenntir með en nú rétt í þessu greindi Haukur frá því að nú væri verið að taka allar töskurnar úr vélinni. „Og leita að töskunni sem gamli fulli átti,“ segir Haukur og honum er ekki skemmt fremur en öðrum farþegum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×