Innlent

Kajakræðarinn sem lést var íslenskur: Lögreglan ræðir við félaga hans í dag sem er við góða heilsu

Birgir Olgeirsson skrifar
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
Kajakræðarinn sem lést við ós Þjórsár síðastliðið laugardagskvöld var Íslendingur. Þetta staðfestir ­Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Kajakræðarinn var í för með öðrum ræðara sem er frá Frakklandi. Þorgrímur segir hann vera við ágætis heilsu og mun lögregla ræða við hann að öllum líkindum í dag.

Þorgrímur segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir og að lítið sé vitað um fram það sem hefur nú þegar komið fram í fjölmiðlum. Málið muni væntanlega skýrast betur í dag þegar rætt verður við vitni, þar á meðal franska kajakræðarann.

Kajakræðararnir lentu í vandræðum í briminu við ós Þjórsár á níunda tímanum síðastliðið laugardagskvöld. Björgunarsveitir af Suðurlandi og Vestmannaeyjum auk sérhæfðra björgunarsveitarmanna af höfuðborgarsvæðinu voru ræstir út klukkan 21:13 þetta laugardagskvöld og hófu víðtæka leitaraðgerð að ræðurunum.

Þyrlur Gæslunnar, björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla fóru þegar á staðinn. Þegar björgunarlið kom á vettvang sáust kajakarnir á hvolfi austan við ósinn. Voru björgunarsveitir í sambandi við annan manninn og komu þyrluáhafnirnar auga á mennina í briminu, vestan við ósinn.

Það tókst að hífa annan manninn upp í aðra þyrluna og hinn síðar í hina þyrluna. Flogið var með mennina á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.


Tengdar fréttir

Annar kajakræðaranna látinn

Annar kajakræðaranna sem bjargað var úr sjónum við ós Þjórsár í gærkvöldi er látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×