Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2017 21:30 Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla innan fimmtán ára og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent sinna ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. Frétt Stöðvar 2 um þessa framtíðarsýn má sjá hér að ofan. Svona hljóðar framtíðin í samgöngum, ef spáin rætist: Sjálfkeyrandi rafmagnsbíll sem kemur heim til þín þegar þú óskar, skutlar þér í vinnuna eða út í búð, og svo kemur annar bíll og sækir þig þegar þú vilt komast heim aftur. Nýútkomin skýrsla sérfræðinga Rethinkx hefur þegar vakið athygli helstu fjölmiðla Bandaríkjanna enda eru leidd þar sannfærandi rök fyrir því að samgöngubylting sé handan við hornið. Í stað þess að sitja við stýrið og aka eigin bíl mun fólk velja margfalt ódýrari þægindi; að láta sjálfstýrðan rafbíl frá akstursþjónustu skutla sér.Mynd/Mercedes Benz.Rótgrónir bílaframleiðendur, sem og nýir eins og Tesla, en einnig fyrirtæki á borð við Google og Apple, keppast við að þróa sjálfakandi rafbíla og skýrsluhöfundar telja að þeir muni slá í gegn sem þægilegur, öruggur og hagkvæmur samgöngumáti. Sérfræðingar Rethinkx telja þetta gerast svo hratt að árið 2030, eftir aðeins þrettán ár, verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfstýrðum rafbílum, sem verði ekki einkaeign heldur aðallega í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Það sem drífi þessa bílabyltingu verði hvorki boð né bönn að ofan heldur efnahagslegir þættir. Þetta verði einfaldlega hagkvæmasti og þægilegasti ferðamátinn, 4-10 sinnum ódýrari en að kaupa nýjan bíl, og leigurafbíllinn verði 2-4 sinnum ódýrari en að reka eigin bíl. Meðalheimili í Bandaríkjunum er sagt spara 5.600 dollara á ári, eða um 600 þúsund krónur.Tilraunabíll frá Google. Kerfi sjálfkeyrandi rafbíla stórfækkar bílum, að mati sérfræðinga Rethinkx.Það sem gerir gæfumuninn er að sjálfkeyrandi bíllinn er á ferðinni allan sólarhringinn og getur þjónað tugum viðskiptavina meðan einkabíllinn stendur óhreyfður á bílastæði mestan hluta dagsins. Þetta segja skýrsluhöfundar að muni fækka bílum í Bandaríkjunum úr 247 milljónum árið 2020 niður í 44 milljónir árið 2030 og stórbæta nýtingu landrýmis. Afleiðingin verði hrun olíuiðnaðar og hefðbundins bílaiðnaðar. Sjálfakandi rafbílar eru einnig taldir geta leyst af strætisvagna og sporvagna, - og ef þessi framtíðarsýn rætist, gæti farið svo að Reykvíkingar sætu uppi með úrelta borgarlínu daginn sem hún yrði tilbúin. Hér má sjá skýrslu Rethinkx. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla innan fimmtán ára og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent sinna ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. Frétt Stöðvar 2 um þessa framtíðarsýn má sjá hér að ofan. Svona hljóðar framtíðin í samgöngum, ef spáin rætist: Sjálfkeyrandi rafmagnsbíll sem kemur heim til þín þegar þú óskar, skutlar þér í vinnuna eða út í búð, og svo kemur annar bíll og sækir þig þegar þú vilt komast heim aftur. Nýútkomin skýrsla sérfræðinga Rethinkx hefur þegar vakið athygli helstu fjölmiðla Bandaríkjanna enda eru leidd þar sannfærandi rök fyrir því að samgöngubylting sé handan við hornið. Í stað þess að sitja við stýrið og aka eigin bíl mun fólk velja margfalt ódýrari þægindi; að láta sjálfstýrðan rafbíl frá akstursþjónustu skutla sér.Mynd/Mercedes Benz.Rótgrónir bílaframleiðendur, sem og nýir eins og Tesla, en einnig fyrirtæki á borð við Google og Apple, keppast við að þróa sjálfakandi rafbíla og skýrsluhöfundar telja að þeir muni slá í gegn sem þægilegur, öruggur og hagkvæmur samgöngumáti. Sérfræðingar Rethinkx telja þetta gerast svo hratt að árið 2030, eftir aðeins þrettán ár, verði 95 prósent allra ferða á bandarískum vegum farnar í sjálfstýrðum rafbílum, sem verði ekki einkaeign heldur aðallega í eigu akstursþjónustufyrirtækja. Það sem drífi þessa bílabyltingu verði hvorki boð né bönn að ofan heldur efnahagslegir þættir. Þetta verði einfaldlega hagkvæmasti og þægilegasti ferðamátinn, 4-10 sinnum ódýrari en að kaupa nýjan bíl, og leigurafbíllinn verði 2-4 sinnum ódýrari en að reka eigin bíl. Meðalheimili í Bandaríkjunum er sagt spara 5.600 dollara á ári, eða um 600 þúsund krónur.Tilraunabíll frá Google. Kerfi sjálfkeyrandi rafbíla stórfækkar bílum, að mati sérfræðinga Rethinkx.Það sem gerir gæfumuninn er að sjálfkeyrandi bíllinn er á ferðinni allan sólarhringinn og getur þjónað tugum viðskiptavina meðan einkabíllinn stendur óhreyfður á bílastæði mestan hluta dagsins. Þetta segja skýrsluhöfundar að muni fækka bílum í Bandaríkjunum úr 247 milljónum árið 2020 niður í 44 milljónir árið 2030 og stórbæta nýtingu landrýmis. Afleiðingin verði hrun olíuiðnaðar og hefðbundins bílaiðnaðar. Sjálfakandi rafbílar eru einnig taldir geta leyst af strætisvagna og sporvagna, - og ef þessi framtíðarsýn rætist, gæti farið svo að Reykvíkingar sætu uppi með úrelta borgarlínu daginn sem hún yrði tilbúin. Hér má sjá skýrslu Rethinkx.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira