Macron sækir ráðherrana frá hægri, vinstri og miðju Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 13:26 Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Vísir/EPA Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur. Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra. Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.Le Drian verður utanríkisráðherra Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni. Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins. Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála. Ríkisstjórnin í heild sinni:Forsætisráðherra: Édouard PhilippeInnanríkisráðherra: Gérard Collomb.Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.Dómsmálaráðherra: François Bayrou.Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.Menningarráðherra: Jacques Mézard.Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez. Frakkland Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur. Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra. Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.Le Drian verður utanríkisráðherra Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni. Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins. Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála. Ríkisstjórnin í heild sinni:Forsætisráðherra: Édouard PhilippeInnanríkisráðherra: Gérard Collomb.Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.Dómsmálaráðherra: François Bayrou.Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.Menningarráðherra: Jacques Mézard.Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez.
Frakkland Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira