Erlent

Segja Assad-liða myrða tugi á degi hverjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafa myrt þúsundir fanga og brennt þá. Talið er að um 50 fangar séu hengdir á degi hverjum í hinu alræmda Saydnaya fangelsi, sem í daglegu tali er kallað „Sláturhúsið“.

Þá hafi ríkisstjórnin byggt stærðarinnar líkbrennslu í fangelsinu, til þess að reyna að hylma yfir fjöldamorðin.

Fyrr á árinu sögðu mannréttindasamtökin Amnesty International að allt að þrettán þúsund manns hefðu verið teknir af lífi í fangelsinu frá september 2011 til desember 2015.

Sjá einnig: Segja þúsundir hafa verið tekna af lífi í „sláturhúsinu“.

Ráðuneytið birti í dag gervihnattamyndir sem þeir segja að sýni byggingu líkbrennslunnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru myndirnar þó ekki sönnun þess. Byggingastarfsemin sem sést á myndunum sé þó í samræmi við starfssemi líkamsbrennslu. Ein myndin sýndi snjó hafa bráðnað á einu svæði á þaki byggingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×