Erlent

Borgarstjóri Teheran dregur forsetaframboð sitt til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Mohammad Bagher Ghalibaf hefur gegnt embætti forseta höfuðborgarinnar Teheran frá árinu 2005.
Mohammad Bagher Ghalibaf hefur gegnt embætti forseta höfuðborgarinnar Teheran frá árinu 2005. Vísir/AFP
Mohammad Bagher Ghalibaf, hinn íhaldssami borgarstjóri Teheran, hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Írans til baka. Þess í stað hafur hann ákveðið að lýsa yfir stuðningi við dómarann og íhaldsmanninn Ebrahim Raisi í kosningunum á föstudag.

Baráttan um forsetaembættið virðist eftir ákvörðun Ghalibaf nú standa milli Raisi og sitjandi forseta, Hassan Rohani.

Ghalibaf hefur áður starfað sem lögreglustjóri og yfirmaður í byltingarverðinum í Íran og var álitinn einn af helstu andstæðingum Rohani forseta.

Skoðanakannanir benda til að Rohani sé sá frambjóðandi sem njóti mest fylgis, en vegna stöðnunar í efnahagslífi landsins virðist andstaðan við forsetann frá hægri vera nokkru sterkari en fréttaskýrendur töldu fyrirfram að hún myndi verða.

Mohammad Bagher Ghalibaf hefur gegnt embætti forseta höfuðborgarinnar Teheran frá árinu 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×