Erlent

ISIS-liðar reknir frá mikilvægum bæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlimur SDF tekur niður fána ISIS í Tabqa í síðasta mánuði.
Meðlimur SDF tekur niður fána ISIS í Tabqa í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Syrian Democratic Forces, bandalag sýrlenskra Kúrda og araba, hefur náð fullum tökum á bænum Tabqa. Hann er skammt frá Raqqa, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi, og opnar á nýja sóknarleið að borginni. Raqqa er nú að miklu leyti umkringd.

Bandaríkin ákváðu í gær að senda SDF vopn opinberlega, þvert á vilja Tyrkja sem segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hefur háð borgarastyrjöld í áratugi. Bandaríkin telja SDF og þá sérstaklega sýrlenska Kúrda (YPG) vera sína bestu bandamenn gegn Íslamska ríkinu.

Bardagar í Tabqa hafa staðið yfir í nokkrar vikur, en SDF hefur nú náð fullum tökum á honum samkvæmt frétt BBC. Undirbúningur samtakanna að árásinni að Raqqa hefur staðið yfir í nokkra mánuði.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að það væru mistök að senda SDF vopn og kallaði eftir því að sú ákvörðun yrði dregin til baka. Hann sagðist ætla að ræða málið persónulega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þann 16. maí og á fundi NATO í Brussel þann 25. maí.

„Við viljum trúa því að bandamenn okkar vilji vera við hlið okkar í stað þess að standa með hryðjuverkahópum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×