Erlent

Varakanslari Austurríkis segir skilið við stjórnmálin

Atli Ísleifsson skrifar
Reinhold Mitterlehner er leiðtogi Þjóðarflokksins.
Reinhold Mitterlehner er leiðtogi Þjóðarflokksins. Vísir/AFP
Varakanslari Austurríkis, Reinhold Mitterlehner, hefur ákveðið að segja af sér og segja skilið við stjórnmálin.

Mitterlehner mun hætta í ríkisstjórn landsins næsta mánudag, en hann hyggst einnig láta af störfum sem leiðtogi Þjóðarflokksins (ÖVP).

Hinn 61 árs Mitterlehner hefur gegnt embætti efnahagsmálaráðherra í Austurríki frá árinu 2008 og tók við embætti varakanslara þann 2014.

Samsteypustjórn Jafnaðarmanna og Þjóðarflokksins hefur verið við völd í Austurríki í um eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×