Erlent

MI5 hefur rannsókn á mistökunum: Kennarar og trúarleiðtogar höfðu varað við Abedi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Lögregla stendur vörð í Manchester.
Lögregla stendur vörð í Manchester. Vísir/afp
Breska leyniþjónustan MI5 hefur hafið tvær rannsóknir á því hvernig viðvaranir sem bárust um hryðjuverkamanninn Salman Abedi, sem varð 22 að bana í sprengjuárás í Manchester mánudaginn 22. maí síðastliðinn, fór fram hjá henni. Þá höfðu kennarar hans sem og trúarleiðtogar látið í ljós áhyggjur sínar af ástandi Abedi og hugsjónum hans yfir nokkra ára tímabil. Þetta kemur fram inn á vef Guardian.

Leyniþjónustan hefur undanfarið verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki ábendingum nógu vel og einn meðlimur þingsins hefur meðal annars velt fyrir sér hvort leyniþjónustan sé nógu hæf til að sinna verkefnum á sínu borði. Skortur á mannafli og fjárhag undanfarin misseri kunna að hafa áhrif á stöðuna.

Ólíkar rannsóknir

Fyrri rannsóknin, sem er á vegum varnarmálaráðuneytisis og hófst strax í síðustu viku, var ansi takmörkuð þar sem áhersla var á að finna árásarmanninn og komast að því um hvernig sprengju væri að ræða. 

Seinni rannsóknin mun kafa dýpra í málið og skoðað verður hvernig ákvarðanir um Abedi voru teknar fyrir árásina; það er að segja hvernig viðvaranir fóru fram hjá yfirvöldum. Farið verður í gegnum alla ferla og þau kerfi er ákvarða hverjir teljist til hættulegra einstaklinga og hverjir ekki. Allt verður því endurskoðað. Með þessu verður reynt að komast að því hvort að teknar hefðu verið aðrar ákvarðanir í ljósi þeirra upplýsinga sem yfirvöld höfðu um Abedi.

Ekki undir stöðugu eftirliti

Leyniþjónustan vissi af Abedi en taldi hann ekki vera einn af þeim sem þyrfti að hafa sérstakar áhyggjur af. Hann var því ekki einn af þeim sem eru undir stöðugu eftirliti. Talið er að Abedi, sem er af líbískum ættum, hafi hlotið þjálfun í skipulagningu hryðjuverka. Abedi hafði verið staddur í Líbíu nokkrum dögum fyrir árásina.

Teygir anga sína inn í stjórnmálin

Amber Rudd, núverandi varnarmálaráðherra, hefur hingað til ekki viljað svara spurningum um það hvers vegna viðvaranir hafi fallið milli skips og bryggju. Hún telur þó mikilvægt að skoða málin og tryggja öryggi fólks. Nú þegar er búið að handtaka fimmtán manns í tengslum við málið. Þrettán þeirra eru enn i haldi. Rudd staðfesti einnig að menn sem grunaðir eru um tengsl við hryðjuverkasamtök hefur einnig verið neitað um inngöngu inn í Bretland.

Eins og við var að búast hefur árásin teygt angan sína inn á svið stjórnmálanna og hefur Rudd látið hafa eftir sér að ef Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra munu hryðjuverkamenn eiga greiðari leið inn í landið og þar með auka umsvif sín. Rudd sakaði Corbyn einnig um að hafa talað gegn ráðstöfunum til að koma í veg fyrir fleiri árásir.

Diane Abbott í Verkamannasflokknum svaraði Rudd hins vegar og benti á að núverandi ríkisstjórn yrði að bíta í það súra epli að undirfjármögnun ýmissa stofnanna á borð við leyniþjónustunnar gætu haft afleiðingar sem þessar.

 


Tengdar fréttir

Lögregla í Manchester lokar á Bandaríkin

Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn hryðjuverkaárásarinnar þar í borg eftir að þeim var lekið í fjölmiðla.

Árásin í Manchester: Tveir ungir menn handteknir

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Alls eru ellefu einstaklingar í haldi lögreglu vegna árásarinnar

Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi

Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið lækkað að nýju eftir að hafa verið sett á hæsta stig í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þetta í morgun.

Ný handtaka í Manchester

Vopnaðir lögregluþjónar gerðu áhlaup á íbúðarhús í Moss Side í Manchester í dag. Þá var 25 ára gamall maður handtekinn í Old Trafford, svæði suðvestan við miðborg Manchester, í dag.

Trump segir rannsókn á upplýsingalekanum nauðsynlega

Bresk yfirvöld tóku ákvörðun um að stöðva upplýsingaflæði á milli landanna tveggja í ljósi þessa leka og hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lagt áherslu á að allar upplýsingar sem deilt sé á milli landanna tveggja verði að vera tryggðar og öruggar til að samstarfið gangi upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×