Munu mæta tilraunum til einkavæðingar Keflavíkurflugvallar af fullum þunga Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2017 19:00 Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira