Innlent

Dæmdur fyrir ölvun og óspektir á almannafæri

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Héraðsdómur Norðurlands-eystra.
Héraðsdómur Norðurlands-eystra. Vísir/ Pjetur Sigurðsson
Maður var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands- eystra í síðustu viku fyrir að hafa tvívegis verið ölvaður og með óspektir á almannafæri fyrir utan heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar í september 2016. Maðurinn var dæmdur til að greiða 30 þúsund króna sekt.

Dómarar töldu málið falla undir 21.grein áfengislaga sem segir að hver sá sem valdi óspektum, hættu eða hneyksli vegna ölvunar á almannafæri skuli sæta ábyrgð. Manninum er gert að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í tvo daga.

Maðurinn bar því fyrir sig að málið hefði ekki verið rannsakað til hlýtar og bað því fyrir að málinu yrði vísað frá. Ef ekki yrði orðið við því bað maðurinn að hann fengið vægan dóm.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða verjanda sínum 421.600 krónur í málsvarnarlaun sem og ferðakostnað að upphæð 61.776 krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×