Erlent

Norðmenn fá sérmeðferð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Vísir/EPA
Evrópusambandið, ESB, hefur ákveðið að Noregur fái sérmeðferð í samningaviðræðunum við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu, það er að segja Brexit.

Þegar aðalsamningamaður ESB, Michel Barnier, var í Noregi nú í vetur sló hann því föstu að EES-löndin fengju að fylgjast náið með viðræðunum. Ráðherra Evrópumála í norsku ríkisstjórninni, Frank Bakke-Jensen, sagði í viðtali við Aftenposten að Norðmenn hefðu fengið meira en Barnier lofaði. Þeir fengju einnig að koma með athugasemdir þótt þeir tækju ekki beinan þátt í samningaviðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×